Kaldasta hamfarahlýnunin
30.5.2021 | 14:47
Laugardagurinn 29. maí 2021 er sá kaldasti frá upphafi mælinga (í Bandaríkjunum, rétt norðan við Washington DC)
Janúar 2021 var sá kaldasti á öldinni á Íslandi https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/02/04/kaldasti_januar_a_thessari_old/
Meira að segja sá kaldssti í 60 ár í Englandi þar sem Thamsinn lagði
Fyrstu 20 dagar maí voru þeir köldustu á öldinni á Norðurlandi
Loftslagssveiflur halda áfram, nú kólnar aftur
https://www.frjalstland.is/wp-content/uploads/2021/03/Loftslag-%C3%A1-%C3%8Dslandi.pdf
Sviss hafnar Brussel
27.5.2021 | 17:20
Sviss hefur nú slitið viðræðum um nýjan viðskiptasamning við ESB eftir 7 ára umleitanir. Landið er ásamt Bretlandi annað af tveim þróuðum V-Evrópulöndum sem eru hvorki í ESB né EES né heldur í tollabandalagi ESB og getur því samið frítt um viðskipti við önnur lönd.
https://www.frjalstland.is/2021/05/27/sviss-hafnar-valdi-brussel/
Borgin má ekki nota orkuna sína
25.5.2021 | 17:27
Milliliður í orkusölu (sem spratt upp úr EES-tilskipunum) kærði Reykjavíkurborg til kærunefndar útboðsmála (sem spratt líka út úr EES) fyrir að nota orku Reykjavíkurborgar án þess að tilkynna það Stjórnartíðindum Evrópusambandsins! (Mbl. 25.5.2021)
(opinber innkaup stjórnast af ESB/EES, sjá https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016120.html)
Reykjavík hefur framleitt orku fyrir Reykjavík síðan 27.júní, 1921, í 100 ár, mannsöldrum áður en Stjórnartíðindi Evrópusambandsins fóru að koma út!
Mannréttindum kvenna fórnað
24.5.2021 | 16:48
Íslenskar konur þora ekki lengur að vera einar á ferðinni. Þær eru hræddar við að trúarofstækismenn, þróunarlandamenn, hælisleitendur elti þær og ráðist á þær.
Flóðið af "hælisleitendum" frá þróunarlöndunum til Evrópu hefur orðið til þess að frelsi kvenna hefur skerst. Eftir að Schengensamningurinn afnam landamæri innan ESB/EES dreifast hælisleitendur sem komast inn í Suðurevrópu um alla Evrópu. Um þverbak keyrði þegar kanslari Þýskalands ákvað að opna Þýskaland fyrir hælisleitendaflóðinu 2015 sem veitti milljónum norður um öll lönd ESB/EES. Kynferðislegt ofbeldi gegn konum hefur aukist, yfirvöld Evrópulanda ráða ekki við ástandið. https://www.frjalstland.is/2019/02/19/schengensamningurinn-longu-hruninn/
"-Það er ein mesta kaldhæðnin í sögu 21. aldar að sú ákvörðun sem skaðaði evrópskar konur mest á minni ævi var tekin af konu-" https://www.commentarymagazine.com/articles/brian-stewart/ayaan-hirsi-ali-vs-liberal-mob/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auður norðurslóða
22.5.2021 | 14:29
Norðurslóðafundurinn í Hörpu var tilbreyting fyrir kóvíðlúna ráðamenn sem brostu breitt og Lavrov og Blinken náðu saman.
Alþingi samþykkti nýlega ályktun um norðurslóðastefnu Íslands, að miklu leyti upptalning sjálfsagðra hluta auk skyldujátninga um nýju fötin keisarans ("vísbendingar um alvarleika loftslagsbreytinga á heimsvísu orðið sífellt sterkari") Sjá um loftslag hér
Í ályktuninni fá sum helstu hagsmunamál Íslands á Norðurheimskautssvæðinu lítið vægi, til dæmis aðgangur að námusvæðum verðmætra efna, s.s. olíu og gass, og samstarf um nýtingu jarðefna Grænlands og kringliggjandi svæða. Enda verður torvelt að vinna úr efnum norðurslóða hér á landi meðan Ísland er undir stjórn ESB.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Af verslunarhindrunum ESB
20.5.2021 | 13:24
ENGIN FRÍVERSLUN HJÁ ESB.
Fríverslun er ekki til milli ESB og annarra landa. Þessi staðreynd er sjaldan uppi í umræðum um EES samninginn. Viðskipti ESB við önnur lönd byggist á tollamúrum og magnkvótum til verndar framleiðslu ESB landanna. Fríverslun er aðeins milli ríkja ESB, eins og nú sést berlega af fréttum af biðröðum og þungri skriffinnsku á vöruverslun milli Bretlands og ESB.
Það er sorglegt að sjá hvernig fríverslunarsamningur svokallaður, (EES samningurinn) hefur breyst í kröfu um að lög á Íslandi falli að algerri einsleitni tilskipanna ESB á sem flestum sviðum, þar sem hægt er að koma við orðum eins og "þjónustu", "neytendur" og "vöru" verður sjálfkrafa til að ESB tilskipun er tekin upp í íslensk lög. Íslensk yfirvöld reyna að fela þessa þróun með prósentureikningi og sjálfvirkri innleiðingu í íslenskt lagasafn utan aðkomu Alþingis.
Ísland er orðið fangi hugarfars miðstýringar ESB sovétsins sem verndar sig frá allri illsku frjálsrar verslunar með tolla, kvóta og tæknihindrunum. https://www.frjalstland.is/2018/01/23/afnam-verslunarhafta/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gjaldeyrishöft og verðtrygging
19.5.2021 | 13:44
Það er að renna upp fyrir mönnum, m.a. Fjármálaráðuneytinu, (Fréttabl.í dag) að Seðlabankinn verður að hafa rúmar heimildir til að setja á gjaldeyrishöft, þrátt fyrir langvarandi trúboð (ó)hagfræðinga og kreddur ESB/EES. Afleiðingar EES
Það er líka að renna upp fyrir mönnum, m.a. Neytendasamtökunum, að breytilegir vextir banka ganga ekki upp. Afnám verðtryggingar er klaufabragð, verðtryggingin er besta fyrirkomulagið svo fremi sem vísitöluviðmiðin eru rétt og sanngjörn.(Mbl 19.5.2021) Afnám verðtryggingar klaufabragð
Menn virðast hægt og hægt vera að jafna sig eftir Hrunið.
Munkhausensögur fyrir Gulla
16.5.2021 | 20:22
Utanríkisráðherrann lét þrjú skoðanasystkin skrifa lofrollu um EES-samninginn, ritsmíðin átti reyndar að vera um "kosti og galla aðildar Íslands að EES" en varð 300 síðna svaml og ýkjur í stíl Munkhausen https://www.frjalstland.is/2019/03/08/uttektin-a-ees-ordin-skripaleikur/
Aðalskrifari lofrollunnar sendir endurtekið frá sér staðlausa stafi um EES, inntakið er að Íslendingar geti ekki stjórnað sér sjálfir. "Stæðu Íslendingar utan lagasamstarfsins á EES-vettvangi og ætluðu að starfa í krafti heimasmíðaðra reglna yrði mikil hætta á einangrun, stöðnun og afturför í þjóðlífinu öllu-" https://gustafskulason.blog.is/blog/gustafskulason/entry/2264760/ Hið rétta er að ekki er "lagasamstarf" í EES, ESB semur lögin án samstarfs við Íslendinga. EES hefur einangrað Ísland frá vissum samskiptum við þjóðir heims (utan ESB/EES), sett höft á alþjóðaviðskipti landsins, spillt orkugeiranum, komið hömlum á uppbyggingu og valdið skertu athafnafrelsi.
https://www.frjalstland.is/2019/07/10/ees-samningurinn-er-ad-einangra-island/
Hver stjórnar skattkerfinu?
14.5.2021 | 13:03
Varmaaflfræðilegt sjálfsmorð
12.5.2021 | 13:19
Loftslagsmál ESB taka á sig allt fáráðnlegri myndir, banna á eldsneyti (ESB fær það frá Rússum og Aröbum) en nota vetni eða eitthvað enn óhöndulegra í staðinn. Faxaflóahafnir hafa nú ánetjast: "-Evrópusambandið er með mjög metnaðarfulla vetnisstefnu þar sem það vill auka hlutfall græns vetnis-".
Framleiðsla metanóls úr vetni og kolsýru frá Járnblendiverksmiðjunni var skoðuð fyrir um 4 áratugum. Eldsneyti úr rafgreiningarvetni (og vetnisafleiður s.s. ammóníak, hydrasín, metanól sem inniheldur kolefni) verður margfarlt dýrara og lélegra en venjulegt eldsneyti og þarf margfalt meiri orku en það skilar. Á máli verkfræðinnar heitir slík framleiðsla "varmaaflfræðilegt sjálfsmorð"!
Grænjaxlar halda að rafgreiningarvetni (og afleiður) geti orðið almennt eldsneyti. Kannske í alræðisríkjum en ekki hjá venjulegum Jarðarbúum.
https://www.frjalstland.is/2020/10/28/graent-vetni/
EES-pokar
10.5.2021 | 13:43
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.5.2021 kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sjálfstæðismálið á dagskrá
8.5.2021 | 12:50
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Norðmenn gegn ESB yfirráðum
5.5.2021 | 12:49
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.5.2021 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skapandi orka
3.5.2021 | 18:51
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)