Sýklavandamál ESB í kjöti til Íslands
9.3.2018 | 12:33
Hvernig eru varnir MATÍS við innflutningi á sýklalyfjafullum kjötvörum frá ESB og öðrum löndum?
Ónæmi hjá fólki fyrir bakteríum er að verða vandi vegna fæðuborins smits úr kjöti.
Áhyggjur vegna uppgangs sýklalyfjaónæmra bakteria bb.7.3.2018
Það er löngu vitað að sýklalyfjanotkun í framleiðslu skapar heilsuvandamál hjá neytendum. Íslensk framleiðsla er í sérflokki hvað þetta varðar, samt er hvatt til innflutnings á heilsuspillandi vörum af heildsölum landsins og stjórnvöld bregðast ekki við vandanum.
Í ritstjórnargrein MBL. þann 8.3. 2018 er einnig vakin athygli á þessum vanda.
Yfirvöld þurfa að gera almenningi grein fyrir hættunni ef þau vilja koma í veg fyrir stórkostlegan heilsufarsvanda í framtíðinni hér á landi eins og er að verða víða erlendis vegna sýkjalyfja í matvælum sem mynda síðan óþol hjá neytendum gegn bakteríum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Niðurrífandi regluverk
8.3.2018 | 13:23
Regluverk EES hefur þegar lagt eina atvinnugrein í rúst: Fjármálageirann. Nú er hann kominn langt í endurreisn en fjármálafyrirtækin eru ekki laus; þau eru komin aftur út í fen EES-tilskipana(Ógrynni af nýjum reglugerðum.
Næsta atvinnugrein sem spillist af EES-regluverki, og meðfylgjandi undirlægju við ESB, verður landbúnaðurinn. Og hluti lýðheilsunnar fylgir með (Spilað með heilsuna og atvinnuna).
Það styttist líka í að orkuverin fari undir yfirstjórn ESB (Tryggt að íslensk stjórnvöld hafi ekki völd). Með því fer uppbygging auðugs velsældarsamfélags á Íslandi í uppnám, stöðnun og síðan afturför, eins og í ESB-löndum, verður afleiðingin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB tekur við stjórn orkukerfisins
6.3.2018 | 16:55
ESB hefur nú sent tilskipanir um að orkukerfi EES-landa, þ.m.t. Íslands, skuli færast undir yfirstjórn sambandsins. Það er gert í nokkrum óáberandi skrefum: Fyrst með því að fá Alþingi til að samþykkja að taka reglusetningavald af ráðuneyti orkumála og færa það til Orkustofnunar. Næsta skref er að tryggja að Orkustofnun sé óháð Íslendingum en sett undir stjórn orkuskrifstofu ESB, ACER. Líka er í lögunum einkavæðing Landsnets sem mun síðan vinna að því að flytja raforku til ESB gegnum sæstreng sem á að byrja 2027. Lokaskrefið í að taka raforkukerfið undan Íslendingum er svo að láta Ísland samþykkja regluverk um ACER þar em tryggt er að Ísland, sem og Noregur, hafi engin völd.
Yfirstjórn orkukerfisins flutt til ESB
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðmenn vilja úr EES
4.3.2018 | 14:44
Kathrine Kleveland, formaður samtakanna Nei til EU, svaraði spurningum Frjáls lands á fundinum á Hótel Sögu um hvort samtökin vildu að Noregur segði EES-samningnum upp. Hún sagði að samtökin vilji fá þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. Andstaðan við hann er orðin víðtæk í Noregi. Eina lausnin á algeru valdaleysi Noregs og Íslands í EES væri augljós: Að segja EES-samningnum upp.
https://www.frjalstland.is/2018/03/02/sjalfstaedissinnar-fa-lidsstyrk-fra-noregi/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Niðurgreiðsla ESB á búvörum.
2.3.2018 | 15:13
Íslenskir ESB vinir og heildsalar halda þeim falska áróðri mjög á lofti, að flytja þurfi meira inn af kjöti frá Evrópu til "að neytendur geti notið lægra verðs". En þeir sleppa því að upplýsa neytendur um að kjötið frá Evrópu er framleitt með mikilli sýklalyfjagjöf til að halda niðri sjúkdómum í skepnunum. Jafnframt sleppa þeir því að upplýsa neytendur um að sama kjöt er stórlega niðurgreitt af styrkjakerfi ESB.
Óháðar rannsóknir sýna að útflutningsverð svína-, fugla- og nautgripakjöts er niðurgreitt um 33-45% sem hefur leitt til vandamála í búgreinum þeirra landa sem þeir selja þessar afurðir til. Á sama tíma neyðir ESB viðskiptalönd sín til að setja blátt bann við niðurgreiðslu búvara og setur á þau lágmarksverð sem kemur í veg fyrir að þau geti selt þær afurðir á lægra verði en evrópskir framleiðendur á innri markaði.
Sjá meira. https://www.frjalstland.is/styrkjakerfi ESB.pdf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)