2021 glatað ár
31.12.2021 | 17:17
Kínaveira og fálm stjórnvalda á Vesturlöndum, vangeta og spilling hjá Sameinuðu þjóðunum, ollu víðtækum áföllum. Heimurinn færðist nær stórátökum og styrjöld. Kína og fleiri einræðisríki héldu áfram að vaða yfir aðrar þjóðir og hervæðast. NATO og ESB héldu áfram með stríðsæsingar gegn Rússum og ögrunum um að innlima Úkraínu. Bandaríkin komust undir áhrif niðurrifsafla og vinstriöfgamanna með elliæran forseta. Öfgaflokkar með hættuleg stefnumál óðu uppi á Vestulöndum með skemmdarverkum og hótunum. Sameinuðu þjóða stofnanir (Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar og fleiri) reyndust spilltar og ekki vaxnar hlutverki agaðra alþjóðastofnana. Kverkataki umhverfisofsatrúarflokka var ekki hægt að hrinda, niðurrif efnahags Vesturlanda heldur áfram með "orkuskiptum" heimskra manna. Flóðbylgjur þróunarlandamanna og trúaröfgalýðs skella áfram á siðmenntuðum löndum Evrópu og Norður-Ameríku. Offjölgunin i örbirgðar- og ofsatrúarheiminum stöðvast ekki og hryðjuverkaógnin vex í siðmenntaða heiminum.
Ísland þraukar áfram vegna öflugra fyrirtækja þrátt fyrir valdalítil stjórnvöld landsins. Lítil meirihátar uppbygging varð á árinu en þeim mun fleiri heimskulegar hugmyndir komust á kreik. Vonandi nær þekking og framfaravilji yfirhöndinni á árinu 2022.
Bloggar | Breytt 4.1.2022 kl. 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Evrópusambandið heldur áfram að setja Íslandi lög
29.12.2021 | 17:39
Alþingi á að halda áfram í vetur að setja Ísland undir ESB-lög og reglur. Af 145 þingmálum ríkisstjórnarinnar eru 53 frá ESB vegna EES-samningsins. Alþingi getur ekki lengur sett eða breytt lögum að vild vegna EES og laga ESB.
Evrópusambandið heldur áfram að setja Íslandi lög
Jólakveðja
23.12.2021 | 21:21
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
EES-bílaskoðun
22.12.2021 | 13:34
Tilskipanirnar frá ESB v/EES fljóta inn í stríðum straum, hver óþarfari en önnur. Nú á að fara að skoða bíla samkvæmt nýstimpluðum og arfavitlausum ESB tilskipunum (nr. 2014/45, 2014/47 og 2017/2205) í andstöðu við þá sem sjá um skoðanirnar hér heima. Við ráðum engu, ESB ræður meðan EES-áþjánin hefur ekki verið afnumin. Bábiljustefna ESB er að setja stöðugt meiri kvaðir á eigendur venjulegra bíla. Það hentar ekki í dreifbýlu landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er danska veðurstofan farin í svindlið?
20.12.2021 | 01:27
Þær válegu fregnir berast frá Danmörku að danska veðurstofan sitji undir ásökunum um að vera gengin í lið loftslagssvindlara.
https://www.frjalstland.is/2021/12/18/danska-vedurstofan-i-loftslagssvindlid/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stoppa"
18.12.2021 | 13:12
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stoppa Viðtal við Guðmund í Brim, sem gagnrýnir endalaust flæði ESS tilskipanna og innleiðingu 3ja OP.
Það eru ekki margir ESB sinnar í sjávarútveginum, því ESB samningurinn gaf sjávarútveginum lítið til viðbótar við tollasamning Íslands og ESB.
Árið 1973 sömdu Íslendingar um fríverslun með iðnvarning við Efnahagsbandalag Evrópu, forvera Evrópusambandsins. Í bókun 6 við þann samning var meðal annars kveðið á um fullt tollfrelsi á frystum flökum og lifur frá Íslandi, auk rækju, mjöls og lýsis.- Þessi samningur er enn í gild og íslenskar sjávarafurðir eru tollafgreiddar inn í ESB samkvæmt honum.
Eina markverða viðbótin fyrir sjávarútvegin í EES samningnum var lækkun tolla á saltfiski og ferskum fiskflökum, sem var fyrst og fremst til Bretlands og nú hefur verið samið um við Breta.
BÁBILJAN UM AÐ EES SAMNINGURINN HAFI GEFIÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI MIKIÐ ER ÁRÓÐURSBULL ESB SINNA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB-dísilglundur
16.12.2021 | 13:46
N1 ætlar að hætta að selja glundrið sem ESB fyrirskipar að sé notað sem dísil, það er díselolía blönduð mð sulli úr jurtaolíum sem á að minnka losun ESB/EES á gróðurhúsa-lofttegundum. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/12/16/haetta_ad_flytja_inn_lifdisilblondu_fra_noregi/
Díselglundur ESB bætir ekki loftslag en er lélegt eldsneyti sem skemmir vélar landsmanna.
https://www.frjalstland.is/2018/04/05/dyrt-og-lelegt-bensin-veldur-umhverfisalagi/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Endurnýttar blekkingar RÚV
14.12.2021 | 23:12
RÚV endurnýtti tvær blekkingar frá Alþjóða veðurstofnuninni, WMO, í kvöldfréttum 14.12.2021:
1-Hitamet norðan heimskautsbaugs í Verkhoyansk í Rússlandi 20.6.2020.
Hið rétta er að hitametið, 38°C, er frá 27.6.1915, Fort Yukon í Alaska. https://www.infoplease.com/math-science/weather/record-highest-temperatures-by-state
Vilhjálmur Stefánsson útskýrði fyrir National Geographic 22.8.1922 af hverju hár hiti væri ekki óvenjulegur á norðurskaustssvæðinu, WMO hefur líklega ekki lesið vísindi Vilhjálms.
2-Hitamet var slegið á Suðurskautinu.
Það rétta er að síðasti vetur var sá kaldasti sem mælst hefur á Suðurskautinu.https://notrickszone.com/2021/11/09/temperature-bottom-falling-out-antarcticas-coldest-half-year-since-measurements-began-60-years-ago/
https://www.ruv.is/frett/2021/12/14/haesti-hiti-a-nordurslodum-stadfestur
Bloggar | Breytt 15.12.2021 kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Búið af batteríinu
11.12.2021 | 13:17
Norðmenn og Svíar, miklar umhverfistrúarþjóðir, þurfa nú að senda björgunarsveitir til að bjarga saklausum borgurum sem voru vélaðir til að aka á rafbílum. Þegar frostið fer niðurí 7 stig minnkar drægni rafbílanna um helming. Þeir sem sitja fastir í biðröðum í kuldanum með miðstöðina á eyða fljótt af rafhlöðunum.
Á Hallandsásnum á Skáni og Tvedestrand á Ögðum þurfti að senda björgunarsveitir til að bjarga fólki úr rafbílum sem döguðu uppi í umferðaöngþveiti í kuldanum. Það þarf meiri hamfarahlýnun til að sé öruggt að nota rafbíla. https://www.document.no/2021/12/08/stromtomme-elbiler-i-trafikk-kaos-ved-tvedestrand-rode-kors-klar-til-a-hjelpe-bilister/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Erfðasilfrinu sóað
9.12.2021 | 19:04
Iðnaðarráðuneytið stjórnaði aðal framtíðarauðlind Íslands en var lagt niður af ráðamönnum sem vissu ekki hvað þeir voru að gera. Uppbygging orkukerfisins hefur strandað í rammaáætlun og umhverfistrúar-bábiljum. EES-tilskipanirnar hafa splundrað fyrirtækjunum, fjölgað óþarflingum og rifið niður. Léleg vísindi, óforsjálni og undirlægja ráða nú för. Landsvirkjun annar ekki lengur eftirspurn eftir raforku. Flutningskerfið dugir ekki, klofningsfyrirtækið Landsnet ræður ekki við leyfisveitingabáknið frá EES og rekur ónýtar flutningslínur. Landeyðuvernd, óþarfar úrskurðarnefndir, EES-tilskipanir og afturhaldsöflin hafa flæmt orkumál Íslands í ESB-kreppu.
EES-höftin: Sundurlimun orkufyrirtækja, tilskpun 96/92
Starfsleyfi: EES-tilskpun 2010/75. Nöldrarar geta tafið framkvæmdir í 10 ár! Hamlandi starfsleyfisreglur
Gæluverkefni orkufyrirtækjanna hafa kostað fúlgur: Sæstrengja- og vindmylludraumar EES hefur skaðað orkukerfi landsins
Mat á umhverfisáhrifum samkvæmt tilskipun 2014/52 er nýjasta rassbagan í uppsöfnuðum ruslahaug frá 2000. Helstu umsagnaraðilar sögðu: -"Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélga eru andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra í heild-" Flókið og kostnaðarsamt umverfismat hægir á þróun byggða
Gulli hefur ráð undir rifi hverju (Mbl 9.12.2021), nú skal framleiða ammóníak, tréspíra og vetni fyrir flotann. Engin hætta á að loðnuskipaflotinn, eða aðrir flotar, þurfi að borga, það hefur enginn efni á að borga fyrir rafeldsneyti nema Gull & Co (með okkar peningum eins og venjulega). Loðnuskipin verða að taka um 200 tonn af ammóníaki (hættulegt og eitrað), meir en 200 tonn af tréspíra eða 50 tonn af vetni (260 gráðu kalt í 700 rúmmetra krýotank) þegar þau fara á miðin. Það verður frekar lítið pláss fyrir loðnuna innan um "græna" tanka með eiturefnum og dauðakulda. Og þegar Orkuskipti Gulla og ESB eru klár verður komin vindmyllugirðing kringum landið og búið að leggja orkukerfið undir "græna rafeldsnseytið".
Svinnir menn framleiða rafmagn með eldsneyti, ósvinnir eldsneyti með ragfmagni.
Villtu verða háseti? Hafðu þá með þér öndunrabúnað og helst geimfarabúning. Hvernig á að nýta íslenska raforku
Evrópumál | Breytt 10.12.2021 kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er aflskortur Landsvirkjunar leikrit?
7.12.2021 | 16:28
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lýðræði? Nei, forræði.
6.12.2021 | 17:06
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orkuskortur?
4.12.2021 | 15:31
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þurfa rafbílar vegi?
1.12.2021 | 20:30