EES-eyðilegging
4.9.2025 | 13:15
EES-tilskipanirnar eyðileggja atvinnustarfsemina í landinu eina af annarri.
Flugið: Flugfélögin eru neydd til að borga fúlgur til að kaupa losunarkvóta fyrir "gróðurhúsalofttegundir" s.k. ETS-kvóta, í kerfi Evrópusambandsins/EES. Kostnaður er hár og fer hækkandi þar eð braskarar ráða verðmynduninni (eins og flestu sem máli skiptir í ESB).https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/?redirect=%2Fmogginn%2Fbladid%2Fgrein%2F1896017%2F%3Ft%3D261216268&page_name=grein&grein_id=1896017
Flugmiðaverðið er að hækka upp úr öllu valdi, styttist í að við förum með seglskipi til útlanda!
Mengunarbábiljur Evrópusambandsins voru ekki upprunarlega í EES-samningnum en voru settar þar inn að óþörfu. https://www.frjalstland.is/2021/01/13/ees-adildin-kostar-idnadinn-og-flugid-storfe/
EES-gluggar: Nú á í alvöru að ESB/EES-regluvæða gluggana svo við fáum bara samræmda ál-plastglugga sem valda sagga innaná glerinu (kuldabryggjur) og myglu og fúa í húsum. Náttúrulega ce-merkt og vottað af óþörfum vottunarstofum samkvæmt EES-regluverkiu (samræming er orð sem ESB notar til þess að setja höft á erlend fyrirtæki og hygla ESB-fyrirtækjum). Trégluggar fyrir íslenskar aðstæður verða bannaðir.
Losun úr beitarlöndum: Smám saman er að koma í ljós að losun "gróðurhúsalofttegunda" frá landi er byggð á röngum formúlum og ofmetin (Bændablaðið 28.9.2025). Það er hin alræmda IPCC sem gefur út formúlurnar byggðar á ruslvísindum og ónákvæmum mælingum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning