ER lýðræðið bilað?
13.7.2025 | 12:33
Alþingi er fast í villuráfi sem var aðeins tímaspursmál að yrði eftir kosningarnar 30 nóv. sl. þar sem nærri 30% landsmanna fengu ekki fulltrúa og aðeins ríkisstyrktir sérhagsmunaflokkar komu mönnum á þing. Ríkisstjórnin sem mynduð var af þrem flokkum hefur minnihluta landsmanna (um 40%) á bak við sig. Ef ekki tekst að bæta framkvæmd lýðræðisins þannig að hæft fólk sitji á Alþingi getur landið setið uppi með erlenda yfirstjórn og beina aðild að stríði annarra þjóða.
Menn spyrja sig hvað sé að. Eru einhver dulin öfl að verki? Hvaða niðurrifsöfl standa að baki flokkunum sem stjórna hér? Eru kannske erlendir spillingafjárfestar farnir að fjármagna flokka hér? Eða eru Íslendingar kannske bara svona vitlausir að þeir kjósa vanhæft fólk og hættulega flokka yfir sig?
https://www.frjalstland.is/2024/12/30/islenska-lydraedid-i-uppnami/#more-3344
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Íslensk spilling er íslensk. Það hefur aldrei þurft "vonda útlendinga" til að standa fyrir spillingu á Íslandi því nóg er af innlendum aðilum sem gera það. Við sem höfum áhyggjur af spillingu ættum að einblína á það frekar en að benda fingrum í allar aðrar áttir.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2025 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning