Hvernig lög gilda á Íslandi?
10.7.2025 | 14:48
Nú er orðið lýðum ljóst að lög Evrópusambandsins gilda á Íslandi. Alþingi hefur innleitt þau hér vegna úrelts samnings um "evrópska efnahagssvæðið" Þau stöðva uppbyggingu orkukerfisins.
Ráðherrar og þingmenn halda að þeir geti bara þvingað virkjanleyfi í gegn sísísvona. En Alþingi getur ekki ráðið við lagafarganið sem það sjálft hefur komið i lögbækurnar frá Evrópusambandinu (með allskyns ruglingi og mistökum) og okkar dómarar verða að dæma eftir þvolgrinu.
Alþingi (og stofnanir landsins) sprikla nú í eigin drulludýi af innleiddum lögum frá Evrópusambandinu um mat á umhverfisáhrifum og álíka málefnum. Sumir þingmenn vilja setja ný lög, sumir bráðabirgðalög til þess að koma starfinu i gang. En allt rekst á hvers annars horn, farganið sem EES hefur valdið stöðvar framkvæmdir.
Neyðarlög eru eina fljótvirka aðferðin við að koma orkuuppbyggingunni í gang, þau geta tekið EES úr sambandi meðan EES-samningnum hefur ekki verið sagt upp og EES-tilskipanirnar afnumdar.
https://www.frjalstland.is/2025/03/02/leyfisveitingakerfi-ees-veldur-orkuskorti/
https://www.frjalstland.is/2023/09/12/ees-log-stodva-throun-byggdar/
https://www.frjalstland.is/2023/06/03/orkukerfi-landsins-faert-undir-evropusambandid/
https://www.frjalstland.is/2022/06/22/rammaaaetlun-vindmyllur-og-kol/
https://www.frjalstland.is/2022/01/22/island-smitad-af-orkukreppu-esb/
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert til á Íslandi sem heitir "lög Evrópusambandsins" og eins og Hæstiréttur Íslands hefur margítrekað í fjölmörgum dómum hafa tilskipanir og reglugerðir ESB ekkert lagagildi hér á landi.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.7.2025 kl. 00:25
Lýðum er það vel ljóst að eingöngu lög sett af Alþingi Íslendinga gilda á Íslandi. Hvort þau eigi sér uppruna eða fyrirmynd í lögum settum í öðrum löndum skiptir nákvæmlega engu máli um gildi þeirra.
Við höfum tekið mýgrút laga upp frá Norðurlöndunum, öðrum vestrænum ríkjum, Sameinuðu Þjóðunum o.s.frv. Meira að segja Stjórnarskrá Íslands á sér Danskan uppruna.
Þegar Alþingi hefur samþykkt lög verða þau Íslensk lög og gilda á Íslandi. Önnur lög gilda ekki hér. Aðrar reglugerðir, lög og tilskipanir hafa ekkert gildi hér, sama hver uppruni þeirra er.
Glúmm (IP-tala skráð) 11.7.2025 kl. 15:39
Hárrétt Glúmm.
Enginn setur lög á Íslandi nema Alþingi enda leyfir stjórnarskráin ekki annað og útilokar þar með aðild Íslands að ESB.
Gleymum því ekki að EES-samningurinn er hluti af íslenskum lögum og þeim ber að fylgja eins og öðrum íslenskum lögum á meðan þau hafa ekki verið felld úr gildi. Rétt eins og lögum sem Alþingi hefur sett til að lögfesta aðra þjóðréttarsamninga á borð við Mannréttindasáttmála Evrópu og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu nefnd.
Ef kafað er dýpra í þetta má nefna sem dæmi að íslenskir dómstólar dæma iðulega eftir óskráðum reglum samninga- og kröfuréttar sem eiga rætur sínar að rekja til hins löngu útdauða Rómaveldis. Þrátt fyrir að Alþingi hafi aldrei lögfest margar af þeim grundvallarreglum sem eiga við á þessum sviðum hefur enginn haldið því fram að þær feli í sér framsal á valdi. Ekki frekar en í þeim tilvikum sem íslenskur réttur hefur verið lagaður að ýmsum lagahefðum ríkja í kringum okkur þegar þær teljast að sama skapi geta átt við hér á landi. Enda er ekkert að því að taka upp reglur, venjur og siði sem öðrum hafa reynst vel.
Svo lengi sem við höldum okkur við það grundvallatriði að valdið til að taka slíkar ákvarðanir sé ávallt í höndum lýðræðislega kjörinna fulltrúa íslenskra kjósenda eins og það hefur verið hingað til.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2025 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning