Bókun 35 er ekki marktæk

stupidÞað litla sem eftir er af sjálfstæði landsins ætlar núverandi ríkisstjórn, sem af öllu að dæma er blaut á bakvið eyrun, að láta Alþingi afnema með því að samþykkja bókun 35 við EES-samninginn sem gerir lög ólýðræðislegs valdabákns æðri lögum elsta lýðræðisríkis Norður-Evrópu:

-"Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framakvæmdar og annarra laga, skuldbinda EFTA-ríkin (les EES-ríkin) sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum-" (úr bókun 35 við EES-samninginn).

Guðmundur Alfreðsson, sem var lögfræðingur í þjóðarétti hjá Sameinuðuþjóðunum þegar spillt stjórnvöld Íslands voru með á prjónunum að afsala löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi til erlends valdabákns með samningnum um "evrópska efnahagssvæðið" (EES), sagði um bókun 35:

"Bókun númer 35 með samningnum þrengir sömuleiðis mjög að löggjafarvaldinu. -Samkvæmt íslenskum stjórnskipunarrétti getur Alþingi og forseti sett ný lög og breytt eldri löguum eins og þeim sýnist og stjórnarskráin heimilar ekki að þessi réttur verði takmarkaður með lögum eða milliríkjasamningum. Svona samningsloforð um forgang EES-reglna er því ekki marktækt nema sem einhver almenn stefnu- eða túlkunaryfirlýsing" https://www.frjalstland.is/2024/10/26/ees-samningurinn-er-ekki-marktaekur/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þetta er ekki marktækt, er þá nokkur ástæða til að hafa einhverjar sérstakar áhyggjur af þessu?

Guðmundur Ásgeirsson, 7.6.2025 kl. 19:04

2 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Jón Steinar Gunnlaugsson kjarnar málið í færslu á FB-vegg sínum fyrr í morgun, í svo einföldu og skýru máli að menn eins og Guðmundur Ásgeirsson ættu að skammast sín: 

Nú er deilt á Alþingi um lögleiðingu á bókun 35, sem felur í sér breytingu á lögum nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Texti frumvarpsins um lögleiðinguna hljóðar svo:

"Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum ef þau eru ósamrýmanleg öðrum stjórnvaldsfyrirmælum."

Í þessu felast fyrirmæli um að eldri reglur skv. EES-samningnum skuli ganga fyrir yngri lögum sem Alþingi setur ef ekki er efnislegt samræmi á milli. Þetta felur það í sér að löggjafarvald Alþingis er takmarkað, því að ný sett lög á Alþingi víkja auðvitað ævinlega til hliðar eða fella niður eldri lagareglur ef efnislegt ósamræmi er til staðar. Í reynd er því lagasetningarvald Alþingis takmarkað að þessu leyti án þess að stjórnarskráin heimili slíkt.

Ekki verður annað séð en að sú skipan sem felst í þessu frumvarpi standist ekki nema stjórnarskránni sé fyrst breytt og í hana sett ákvæði sem heimilar þetta. Alþingismönnum er skylt að haga störfum sínum að lagasetningu samkvæmt þeim heimildum sem stjórnarskráin veitir. Þess vegna hefur Alþingi ekki stjórnskipulega heimild til að lögfesta þetta frumvarp.

Arnar Þór Jónsson, 8.6.2025 kl. 11:05

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarf ég að skammast mín fyrir að spyrja einfaldrar spurningar?

Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2025 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband