Erindrekar ESB og EES
23.5.2025 | 17:42
Valdið sem forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur fengið frá Evrópusambandinu hefur stigið honum til höfuðs, hann reynir nú að segja Alþingi fyrir verkum (Mbl.23.5.2025). En það var auðvitað Alþingi sem kom samkeppnislögum Evrópusambandsins yfir landið https://www.althingi.is/altext/stjt/1993.008.html einum og hálfum mánuði eftir að hafa veitt Evrópusambandinu hér löggjafarvald með EES-samningnum.
Upphlaupið núna er af því að Hæstiréttur dæmdi lagabreytingu Alþingis á búvörulögum lögmæta sem erindrekum EES/ESB fanst ekki nógu gott! (Mbl 22.5.2025)
Eins og kunnugt er hafa samkeppnislög frá ESB/EES staðið í vegi fyrir þróun fyrirtækjamarkaðar hér síðan 1993 https://www.frjalstland.is/2021/04/01/samkeppniseftirlitid-skadar-samkeppnishaefnina/
Það er umhugsunarefni af hverju dómstólar voru ekki látnir skera úr um "embættistakmörk Alþingismanna" þegar Alþingi veitti Evrópusambandinu hér löggajafarvald 12. janúar 1993 í andstöðu við bestu menn og stjórnarskrá, þeir virðast nú geta gefið út dóm um lögmæti gerða Alþingis (60. grein stjórnarskrárinnar segir að "Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda-" https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning