Áhlaup á Landsvirkjun
30.4.2025 | 15:15
EES-eftirlitið, ESA, hótar nú Landsvirkjun með rannsókn á því hvort fyrirtækið hafi brotið EES-samninginn, samkeppnisreglurnar, þegar það vildi ekki útvega rafmagn til framleiðslu vetnis og rafeldsneytis.
Í fyrsta lagi er enginn möguleiki fyrir rafgreiningarvetnisframleiðanda að borga rafmagnsreikninginn nema ríkið standi undir obbanum af kostnaðinum, vetnisframleiðslan kostar meir en tvöfalt það sem mögulegur markaður gæti borgað. Rafeldsneyti mundi kosta 5-falt það sem venjulegt eldsneyti kostar og á enga samkeppnismöguleika. https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/
Í öðru lagi hefur Landsvirkjun þurft að hafna orkukaupendum, sem standa undir að borga orkureikningana, vegna orkuskorts tilkomins af höftum í leyfisveitingakerfi EES fyrir virkjanir.
Í þriðja lagi er Landsvirkjun í raun með einokunaraðstöðu á fyrirtækjamarkaði vegna stærðar og er í eigu almennings og stjórnað af fulltrúum lýðræðisvalds landsins. Samkeppnisreglur Evrópusambandsins eru ekki gerðar fyrir aðstæður Landsvirkjunar á markaði hér.
Í fjórða lagi er áhlaup ESA á Landsvirkjun ekki svara vert þar eð stjórnarskrá Íslands ver íslenska aðila fyrir áhlaupum erlendra stofnana.
Þatta áhlaup á Landsvirkjun er liður í að láta íslensk stjórnvöld "einkavæða", selja fyrirtækið svo ESB aðilar geti keypt það.
https://www.landsvirkjun.is/frettir/esa-hefur-rannsokn
Áþján ESA sýndi sitt andlit úti við Leifsstöð nýlega þar sem EES-frelsi innfluttra aðila, sem vafi leikur á hvort hafa íslensk leyfi, hefur lagt leigubílaaðstöðuna undir misjöfn farartæki og bænahald. Lögin sem heimiluðu þetta eru beint frá Evrópusambandinu og tekin upp hér vegna EES og hræðslu við Evrópusambandið.
Athugasemdir
Hey, ertu í uppreisn gegn Loftslagskommúnismanum?
Það er hættulegt maður.
Guðjón E. Hreinberg, 30.4.2025 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning