Regluvædd út
18.4.2025 | 12:20
"Evrópa hefur regluvætt sig úr samkeppni-" segir Heiðrún hjá samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu (Evrópa þýðir hjá henni Evrópusambandið og EES, það er ESB sem sendir tilskipanirnar og við, EES, hlýðum) -"Við vonum að Evrópa (les ESB) fari að taka sig til og raunverulega fari aðeins að spóla til baka-" https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/04/17/evropa_hefur_regluvaett_sig_ur_samkeppni/
Þarna koma fram frómar óskir undirsátanna, máttleysisð er algert gegn yfirvaldi Evrópusambandsins, EES-tilskipununum. Það sem þarf að gera og liggur beint við er að segja Ísland frá EES-samningnum og afnema reglufarganið frá ESB. Regluverk Evrópusambandsins hefur þegar orðið til þess að íslenska bankakerfið var lagt í rúst einu sinni og er nú að gera það óhæft til að þjóna Íslendingum vegna óþarfrar skriffinnsku og eltingaleik við dillurnar frá Brussel.
Ísland er með eigin gjaldmiðil og sjálfstæða peningamálastefnu og aðili að alþjóðlegum fjármálastofnunum, s.s. Alþjóðabankanum, IMF, IFC. Að láta regluverk ESB stýra bankakerfinu er bæði óþarft og hamlandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning