ESB fjármagnar áróðurinn

RÚVimagesÁróður RÚV fyrir Evrópusambandið og EES-tilskipanirnar þaðan um "umhverfismál" er meiningin að Evrópusambandið fjármagni með miklum styrkjum. Ingvar Smári Birgisson, stjórnarmaður RÚV, varar við þessum afskiptum af dagskrá RÚV:

"Með því að þiggja styrki frá Evrópusambandinu í tengslum við umfjöllun um innleiðingu tilskipana getur stofnunin eðli málsins samkvæmt rýrt trúverðugleika sinn síðar meir - Það er alltaf varhugavert að taka við styrkjum frá sjóðum erlendra ríkja sér í lagi ef umræddir sjóðir hafa verið notaðir til að fjármagna áróðursstarfsemi" https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/04/14/evropustyrkir_til_ruv_athugaverdir/

Trúverðugleika RÚV þyrfti að efla en ekki rýra enn meir. Það er af nógu að taka í áróðursdagskrám RÚV, ekki síst um sk. umhverfismál og ekki allt frá ESB. Oft koma náttúrulífsmyndir  frá t.d. BBC, tæknilega fullkomnar og með rödd umhverfistrúarpávans David Attenborough, þær enda jafnan á að hann segir að allt náttúrulífið sé dauðadæmt vegna koltvísýringslosunar mannkyns!

ESB fjármagnar margs konar "verkefni" hér sem eru í þágu þess og oft notuð til áróðurs eða vinaöflunar. Háskólarnir ættu að leggja sína "verkefna-" og áróðursfjármögnun á borðið svo fólk viti hvaðan hún kemur. Og fleiri sem áhrif og völd hafa í íslensku þjóðlífi þyrftu að útskýra sína fjármögnun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband