Nýtt hernaðarbandalag
5.4.2025 | 13:18
Frú utanríkisráðherra okkar virðist álíka illa upplýst og síðasta frúin í því embætti, hún vill nú stofna nýtt hernaðarbandalag með Evrópusambandinu til að fara í stríð við Rússa sem Evrópusambandsbullurnar segja að séu á leiðinni. Og að allir segi að Ísland sé svo ríkt að því beri skylda til að taka þátt í stríðsbandalagi Evrópusambandsins. Valdaklíka Evrópusambandsins heldur stöðuga fundi og lætur okkar ósjálfstæðu utanríkisráðfrýr mæta og samþykkja svamlið um Rússahættuna. Og aulakratarnir frá Norðurlöndum eru með og væla manna hæst. Aðalmarkmiðið nú er að spilla fyrir friðarumleitunum Trumps fyrir Úkraínu. https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir/30762/b0j8he
Ísland er þegar í hernaðarbandalagi sem heitir NATO. Ísland er þegar með varnarsamning við Bandaríkin. Sæmilega viti bornir Íslendingar spyrja sig nú hvort þörf sé á fleiri hernaðarbandalögum. Rússland hefur aldrei haft áhuga á að ráðast á Vestur-Evrópu. Kanarnir geta tekið á móti þeim ef þeir skyldu koma til okkar. Vesturevrópuaðalinn hefur ætíð dreymt um að sigra Rússland, helsti stríðsmaður V-Evrópu, Churchill, ætlaði að ráðast á Rússland strax eftir að Rússar höfðu kveðið Þjóðverjana niður vorið 1945 (ekki segja neinum, Churchill er hetja), sporgöngumenn hans dreymir um stríð við Rússland til að hefna ófaranna síðustu aldirnar.
Lygaflaumurinn frá hryðjuverkaklíkunni í Kænugarði kemst alltaf í vestræna falsfréttamiðla. Nú er lygaþvæla frá Zelensky komin vestur um árás Rússa á Kryvyi righ og sagt að Rússar hafi drepið 16 manns. Það sem gerðist var að Rússlandsher sprengdi fundarstað NATO-herforingja og drap eina 80 hermenn sem stjórna sríði Úkraínu gegn Rússlandi.
Ísland þarf að halda sig frá taugaveikluðum ESB-bullum og þeirra dauðadæmda hernaði
En það er náttúrulega sjálfsagt að hafa kerti og eldspýtur tilbúnar ef Rússarnir koma (Mbl 5.4.2025) Það gæti lika verið gott að hafa nokkrar krukkur af Ora síld, Rússarnir eru vitlausir í Íslandssíld og keyptu hestburði þegar Ísland varð ríkt, það var löngu áður en kratakraðakið á þingi hóf refsiaðgerðir gegn Rússlandi þegar lygalauparnir rógbáru landið. Rússarnir yrðu ljúfir sem lömb ef þeir fengju íslenska saltsíld.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning