Barnalegir þingmenn

eu-flageurope-1045334_960_720Fávísir Alþingismenn ætla sér að koma af stað virkjanaframkvæmdum og einhverjir ætla sér að stöðva uppkaup útlendinga á landi. Til þess að svo megi verða, og frambúðar eðlileg uppbyggingarmenning nái fótfestu, þarf Alþingi að brjóta EES-samninginn og hleypa upp dómskerfinu sem er farið að vinna samkvæmt Brussellögum (sjá m.a. tilskipun 2014/52 og https://www.frjalstland.is/2025/03/02/leyfisveitingakerfi-ees-veldur-orkuskorti/

Að ganga hreint til verks og segja EES-samningnum upp og afnema Brussellagaflækjurnar þora þingmenn ekki að leggja til, til þess eru þeir of hræddir við Evrópusambandið. Þingmennirnir geta ekki breytt tilskipununum um umhverfismat og leyfisveitingar, eða um rétt ESB/EES-aðila til að eiga land og orkuuppsprettur á Íslandi, þær hafa þegar verið settar í lög og reglugerðir sem stöðva virkjanaframkvæmdir og heimila útlendingum að eiga land og auðlindir Íslands https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/28/villingavatn_til_skograektar/

Forsenda fyrir eðlilegri þróun er að lög og regluverk úr EES-tilskipunum verði afnumin. Til þess þarf að segja EES-samningnum upp og vinna skipulega að afnámi EES-regluverksins en setja regluverk á íslenskum forsendum. Áhrifamenn Íslands spinna blekkingarvef um EES sem er orðinn stór og ógegnsær. Þeir halda því blákalt fram að EES sé "mikilvægur" og jafnvel forseda velmegunar landsmanna og viðskipta við útlönd.

Sannleikurinn er allt annar. EES-samningurinn flutti sjálfstæði landsins til Brussel. Afleiðingarnar verða æ uggvænlegri. Nýting orkuauðlinda landsins er stöðvuð. Orkuverð þýtur upp vegna heimskulegra "orkupakka" (regluverk um orkuframleiðslu) EES. Óþarfir skriffinnar eftirlitsstofnana standa í vegi fyrir eðlilegri starfsemi.

EES er að eyðileggja innlenda fæðuframleiðslu, síðast hveitimölun. Gróðurhúsin verða orkuokrinu vegna EES-regluverksins að bráð. Verðmætar eignir þjóðarinnar komast ein af annarri í hendur ESB-aðila sem geta nú eignast og virkjað auðlindir landsins. ESB-fyrirtæki ætla að klæða landið vindmyllum sem skattgreiðendur verða látnir borga tapið af. Kostnaður landsmanna af EES er þegar kominn upp í hundruðir milljarða á ári.

Ofaná alla aðra ósvinnu er Evrópusambandið komið vel á veg með að koma af stað stórstyrjöld og ætlar að draga Ísland með í krafti EES og máttlausra ráðamanna landsins.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvers vegna og hvernig "þarf Alþingi að brjóta EES-samninginn og hleypa upp dómskerfinu"?

Guðmundur Ásgeirsson, 1.4.2025 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband