Hnignunarbandalag

poverty-4561704_960_720Skuldasöfnun Evrópusambandslanda er orðin ósjálfbær. Samkvæmt Alþjóða gjaldeyrissjóðnum skuldar þýska ríkið 33.000 og franska ríkið 41.000 dollara á hvert mannsbarn (íslenska ríkið skuldar 21.000). Eins og kunnugt er er Evrópusambandið fátæktarsvæði miðað við Ísland, tekjur á Íslandi eru mun hærri en þar (undantekning er peningaverslunin Luxemburg). https://www.worlddata.info/average-income.php

Ástæðan er viðverandi röng stefna: Ofstjórn og skriffinnska, "loftslagsaðgerðir", höft á bestu birgja og nú síðast hernaðarstefna. Samdráttur ESB miðað við umheiminn hefur varað yfir 4 áratugi og ekkert lát á, hlutur ESB í heimsviðskiptunum var 30% þá en er kominn niðurfyrir 15%. "Loftslagsaðgerðirnar" hafa verið í vexti í eina 3 áratugi og eru farnar að valda mikilli afturför í efnahag ESB. Og nú síðast skaðlegar refsiaðgerðir gegn öðrum löndum, þmt. bestu hráefnabirgjunum, og ógnvekjandi stríðsæsingar og hervæðing sem ESB ætlar að eyða 800 milljörðum evra í https://www.france24.com/en/live-news/20250304-eu-chief-unveils-800-billion-euro-plan-to-rearm-europe

Leiðtogar Evrópusambandsins eru að steypa sambandinu í ófært skuldafen, vaxandi eymd og hraðbyri í stórstyrjöld. Þær hafa ávalt endað með stóráfalli fyrir Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Engu við þetta að bæta.

Pólitíkusar í dag hafa aldrei unnið ærlega vinnu

og eru oft á tíðumm að koma beint úr skóla þar

sem vinstri slagsíðan ræður ríkjum og margir

hverjir börn fyrrverandi pólitíkusa.

Er von nema að illa fari.

Sigurður Kristján Hjaltested, 27.3.2025 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband