Að eyðileggja malbik
20.3.2025 | 14:18
Rafbílarnir slíta malbikinu tvöfalt meira en brennslisbílar vegna þess að þeir eru þungir. Þeir eru aflmiklir og rífa klæðninguna upp þegar þeir fara af stað og líka þegar þeir bremsa https://ww2.motorists.org/blog/shocking-study-electric-vehicles-cause-double-the-road-damage/.
Ofaná bætist svo slitið vegna nagladekkjanna sem þó eru nauðsynleg úti á landi.
Rafbílum er prangað inn á kaupendur með styrkjum frá almenningi í undirgefni við vitlausar EES-tilskipanir. Það sem stjórnvöld þurfa að gera er að leggja þungaskatt og aflskatt á rafbílana til þess að fjármagna vegaviðgerðirnar. Það þarf líka að endurreisa Skipaútgerð rikisins fyrir strandflutningana sem slátrað var í heimskuherferð nýfrjálshyggjunnar, flutningabílaumferðin er of mikil.
Malbikið er eyðilagt með því að setja röng viðbótarefni í það,jurtaolíur sem fituhúða fylliefnið og varna malbikinu að bindast við það. Bikið flýtur upp á götu, "blæðir", þegar bílarnir fergja götuna. Jurtaolían er notuð m.a. vegna "umhvefissjónarmiða" sem eru eins og oft byggð á ruslvísindum. Vetniskolefni (t.d.terpentína) eru efnin sem á að nota til að bæta malbikið, þau bæta bindinguna við fylliefnið. Fituesterarnir í jurtaoliunni eru eins og flotið sem flýtur upp í pottinum þegar soðið kólnar.
Þetta vita verkfræðingar Vegagerðarinnar vel en fá ekki rönd við reist. Stjórnvöld landsins vilja frekar eyða tugum milljarða (nú uþb. 17) af fé landsmanna í vitfirringu eins og til dæmis hernað nýnasistaklíkunnar í Úkraínu en að laga vegina.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 21.3.2025 kl. 00:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning