Engar fleiri virkjanir
4.3.2025 | 14:15
Það er búið að lögleiða svo mikið af tilskipunum frá Evrópusambandinu að virkjanir og rafmagnslínur eru ekki lengur byggðar https://www.frjalstland.is/2025/03/02/leyfisveitingakerfi-ees-veldur-orkuskorti/.
Framvegis verða það bara franskir og norskir braskarar sem fá að reisa vindmyllur og reka þær á kostnað íslenskra skattgreiðenda en eins og kunnugt er ganga vindmyllur ekki fyrir vindi heldur niðurgreiðslum hins opinbera, sbr. reynslu nágrannalanda. Vindorkuver enda jafnan í gjaldþroti og þá þarf ríkið að láta rífa flökin fyrir mikinn pening. Í hinu (skin)heilaga umhverfishimnaríki Svía er nú verið að stöðva og hætta við hvert vindorkuverkefnið eftir annað https://8sidor.se/alla-valjare/2024/09/vindkraft-blir-stoppad/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning