Stríðsríkisstjórn
24.2.2025 | 23:03
Nýja ríkisstjórnin hefur haft tvo mánuði til að sanna sig en hefur nú sýnt að hún er ekki ábyrgðinni vaxin. Frú forsætisráherra hennar fór til hins stríðandi lands, Úkraínu, og lofaði áframhaldandi stuðningi. (Mbl 24.2.2025) Það þýðir á mannamáli beina aðild að stríðsrekstri Kænugarðsstjórnarinnar en bandarískir embættismenn hafa nú viðurkennt að Rússland hafi ekki verið upphafsaðili stríðsins."Rússar voru egndir í stríð" segir Steve Witkoff.
Meðan okkar stríðsríkisstjórn álpast til að blanda íslensku þjóðinni í stríð í fjarlægum löndum eru okkar mikilvægustu bandamenn, Bandaríkjamenn, að reyna að stöðva vopnasendingarnar til striðsins og koma á friði. Líklega hefur þessi framgangsmáti ábyrgðarlausu stríðsríkisstjórnar Íslands ekki verið ræddur við Bandaríkin.
Landsmenn spyrja sig nú, hvernig hefur ríkisstjórn Íslands fengið umboð til þess að blanda íslenskri þjóð í stríð? Sem vinnur gegn okkar mikilvægustu bandamönnum?
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2025 kl. 12:57 | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæl,
Þetta stríð byrjaði reyndar á því að stjórnvöld í Úkraínu réðust á Luhansk og Doneskt árið 2014, og stríðið byrjaði ekki árið 2022. Þetta Úkraínu- stríð hefur því staðið yfir í 9 ár en ekki 3 ár.
Skv. Stjórnarskrá Rússland þá ber Rússneskum stjórnvöldum skilda til þess að verja sitt rússneskuættað fólk.
Á sínum tíma 1922 þá innlimaði Lenin karlinn bæði Luhansk og Doneskt inn í Úkraínu, nú og Úkraínumaðurinn hann Nikita Khrushchev innlimaði þann 19. febrúar 1954 Krímskagann inn í Úkraínu, svo og svona líka einnig gegn vilja rússnesku- ættaðs og/eða rússnesku talandi fólks þarna.
Hversu heimskulegt og vitlaust sem það nú er, þá er til fólk hér (á Íslandi) sem að trúir því, að Rússar hafi farið þarna sérstaklega inn í austurhluta Úkraínu til þess eins að drepa rússnesku- ættað og/eða rússnesku talandi fólk þarna í austurhlutanum, en ekki til þess að verja Rússnesku ættað fólk undan stjórnvöldum í Úkraínu.
Stjórnvöld í Frakklandi og Hollandi vilja halda áfram að selja vopn til Úkraínu, nú og framkvæmdastjórn ESB vill ekki frið, heldur ESB -herlið , svo og áframhaldandi stríð í Úkraínu.
Hræsnin hjá ESB er algjör, því að þegar friðarviðræður voru í Sviss þann 15. og 16 júní 2024, þá voru Rússar algjörlega útilokaðir frá þeim viðræðum.
Nú og varðandi þessa peningagjafir frá Íslandi, þá fáum við örugglega aldrei að sjá þetta svokallaða sjúkrahús á fjórum hjólum.
KV. Þorsteinn.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.2.2025 kl. 22:00
Eitt er eftirtektarvert. Þriðja konan hefur ekkert látið eftir sér hafa. Hún sagði þvert NEI við peningaaustri í stríð í kosningabaráttunni, ekki orð nú.
Blaðamenn hafa ekki gengið eftir svörum frá henni, af hverju?
Held að þjóðin hafi ekki gefið konunum umboð til að flækja þjóðina inn í stríðsrekstur.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2025 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.