Stríðsæsingar jarðaðar
16.2.2025 | 13:25
"Ógnin sem ég hef mestar áhyggjur af vegna Evrópu er ekki Rússland, er ekki Kína, er ekki einhver ytri aðili. Það sem ég hef áhyggjur af er innri ógn. Fráhvarf Evrópu frá sumum af sínum grundvallar gildum-" sagði JD Vance, varaforseti Trumps, á fundi í Munchen. https://www.spectator.co.uk/article/jd-vance-what-i-worry-about-is-the-threat-from-within/
Hann lýsti áhyggjum af fjöldainnflutningi fólks og hvernig kjósendur væru hunsaðir og málfrelsi heft. -"Ef þið flýið í hræðslu frá ykkar eigin kjósendum getur Ameríka ekki gert neitt fyrir ykur".
Striðsæsingabullur Evrópusambandsins og NATO urðu mjög taugaóstyrkir við þessar opinberanir frá Ameríku, Evrópusambandið og NATO hafa jú verið að hjálpa Ameríku við að verjast "tilefnislausri alsherjarárás Rússa" á Úrkaínu. En Vance veit vel að Úkraínustríðið er stríð Bandaríkjanna gegn Rússlandi sem hófst á vegum ríkisstjórnar Obama 2014. Þegar Bandaríkin hætta að reka stríðið hættir það hvað sem stríðsæsingabullur Evrópu segja. Þeir hafa ekkert að gera við samningaborð Trumps og Putins, mundu aðeins tefja fyrir með sinni venjulegu skriffinnskuþvælu.
Nú hefur Macronapoleon boðað stríðsmangara ESB og NATO á neyðarfund í París. Kannske ætlar hann að stofna "Evrópuher" í anda síns 200 ára fyrirrennara, eins og útrunni hryðjuverkastjórinn í Úkraínu vill. https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/02/16/stadfestir_neydarfund_leidtoga_evropurikja/
En fullljóst virðist að NATO er orðið óþarft.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning