Loftslagsmartöð Noregs
24.1.2025 | 17:21
Norska ríkisstjórnin er í fallhættu, kratarnir vilja lögleiða 4. orkupakka ESB/EES sem er ótrúlegt samsafn af draumórum sem geta aldrei ræst en mundu stefna Noregi og ESB í enn meiri orkuskort og fátækt. Miðflokkurinn, hinn stjórnarflokkurinn, vill ekki sjá 4. orkupakkann.
https://www.consilium.europa.eu/en/policies/green-deal/
(tilskipanapakkarnir frá Evrópusambandinu eru oft langir með mörgum valdboðum og óþörfu skriffinnasvamli og erfitt að átta sig á hvað þeir raunverulega segja, ákvarðanir ESB í "loftslagsmálum" eru orðnar margar)
Nú hafa þau vatnaskil orðið að helsta iðnaðarland heims hefur stöðvað loftslagssvindlið þarlendis sem verður þess valdandi að feigðarflan ESB í "loftslagsmálum" mun fjara út. Hvort Norðmenn komast fram með að hafna 4. orkupakka EES á eftir að koma í ljós en ljóst virðist að Noregur er á leið að losa sig undan áþján Evrópusambandsins og segja EES-samningnum upp, fyrr eða síðar.
Ísland ætti að taka frumkvæðið og vera á undan, brýn nauðsyn er orðin fyrir Ísland að aflétta EES-samningnum, hér þarf að fara að virkja en til þess þarf að afnema lög úr EES-tilskipunum sem hafa gert íslenskt lagasafn martröð líkast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Facebook
Athugasemdir
Fjórði orkupakkinn snýst aðallega um að gera orkuframleiðslu umhverfisvæna. Ísland þarf varla að hafa áhyggjur af því þar sem (nánast) öll orkuframleiðsla hér á landi er umhverfisvæn. Það þarf bara að halda því vel á lofti í hagsmunagæslu á vettvangi EES.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2025 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning