Loftslagssvindlið strand
22.1.2025 | 13:28
Bandaríkin segja nú upp aðildinni að Parísarsakomulaginu. Tíu ár eru liðin frá því boðað var til múgsefjunarsamkundu í París yfir glösum af frönsku víni þar sem ríki heims "skuldbundu" sig til að draga úr nýtingu jarðefnaeldsneytis.
Skemmst er frá að segja að engin ríki, nema þau sem eru í hraðri hrörnun eins og ríki Evrópusambandsins, hafa getað staðið við "skuldbindingarnar" sem voru í raun bara óskhyggja. Notkun mannkyns á jarðefnaeldsneyti hefur aldrei verið meiri en nú! Samt er loftslagið ekkert að hlýna. Það er að kólna! Parísarsamkomulagið var byggt á fölskum forsendum.
Það var alltaf ljóst að þyrfti öfluga leiðtoga eins og Trump til þess að stöðva loftslagssvindlið. Það verður spenandi að sjá hvaða leiðtogi verður næstur (nú eru 4 ríki utan samkomulagsins).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Facebook
Athugasemdir
Nú fylgist ég greinilega ekki með
Hvaða ríki hafa staðið við skuldbindingarnar?
"hafa getað staðið við "skuldbindingarnar""
Ég hef bara heyrt um ný og uppfærð markmið á hverju ári en öll ríki hafa náttúrlega komið með nýa græna skatta á hverju ári
Grímur Kjartansson, 22.1.2025 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning