EES-rafmagn og hveiti
18.1.2025 | 17:45
Við fáum framvegis rafmagn samkvæmt EES, það er að segja of lítið og of dýrt, við verðum að hætta að virkja Héraðsdómur fellir virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi
Alþingi gefur út lög uppúr EES-tilskipunum sem flæða stöðugt inn. Þær (2000/60, 2006/118, 2008/115, 2009/90 fjalla um ár og vatn) eru flóknar og ógreinilegar og hugsaðar fyrir þéttbýlt meginland, ekki Ísland, og brenglast þar að auki stundum í meðförunum.
Og dómarar landsins geta ekki túlkað þau af viti https://www.heradsdomstolar.is/domar/domur/?id=2ec984fd-d3f7-450b-bf46-a6fe25f2a47f og langar jafnvel að herma eftir Evrópusambandsdómum þó þeir eigi að dæma samkvæmt ladslöguum. Í íslensku lögunum stendur að -"Umhverfisstofnun getur heimilað breytingu á vatnshloti (vatnsmengi) þegar tilgangur framkvæmdanna - vegur þyngra vegna almannaheilla - eða fyrir sjálfbæra þróun - en ávinningur af því að umhverfismarkmið náist-" https://www.althingi.is/altext/lagasofn/nuna/2011036.htm Þó lögin/tilskipanirnar séu útataðar af meiningarlausum tískuorðum er ekki hægt að skilja þau sem virkjanabann!
Þessi lög, ættuð frá Evrópusambandinu, þarf að afnema, gömlu íslensku vatnalögin frá 1923 duga með lagfæringum! Þau eru ekki 70 blaðsíðna þvæla eins og EES-tilskipunin (2000/60).
Og framvegis fáum við svo bara EES-hveiti, það er að segja malað í útlöndum og jafnvel bætt með eiturefnum frá akuryrkjunni, bannað að mala hér https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/18/allt_hveiti_er_nu_innflutt/
Ofurflóknar, illskiljanlegar og ónothæfar EES-tilskipanir verða hér að skaðlegum lögum og reglugerðum sem spilla stvinnustarfsemi landsmanna skref fyrir skref: Orkuframleiðslunni, iðnaðinum, bönkunum o.s.frv.
Athugasemdir
Tilvitnunin er úr 2. mgr. 18. gr. laga um stjórn vatnamála en hún hefst á orðunum "Auk skilyrða sem fram koma í 1. mgr. verða öll eftirtalin skilyrði að vera fyrir hendi". Það þýðir að skilyrðin í 1. mgr. þurfa að vera uppfyllt fyrst áður en skilyrðin í 2. mgr. koma til skoðunar. Það þarf að lesa 18. gr. alla í heild til að skilja þetta samhengi, en ekki klípa bara út eina setningu.
Málið féll einkum á því að a-liður 1. mgr. fól ekki sér rétta innleiðingu á 4. mgr. 7. gr. vatnatilskipunarinnar. Ef hún hefði gert það hefði leyfisveitingin getað staðist fyrir dómi. Engum er um það að kenna nema Alþingi sem breytti, ekki aðeins þessari grein heldur öllum öðrum greinum frumvarps til laganna nema einni, samkvæmt tillögu umhverfisnefndar. Þessar viðamiklu breytingar gætu leitt til þess að telja yrði að í raun sé um nýtt mál að ræða sem hafi ekki hlotið þrjár umræður á Alþingi og lögin séu því að vettugi virðandi eins og í öðru nýlegu máli sem snerist um búvörulög. Það hlýtur að þurfa að áfrýja málinu og láta reyna á þetta. Enn fremur verður Alþingi að gera nauðsynlegar úrbætur á lögunum til að innleiða vatnatilskipunina rétt svo að hægt verði að veita leyfi fyrir vatnsaflsvirkjunum.
Svo getur verið fleira í dómnum sem kallar á aðrar úrbætur á lögunum og reyndar hafa sérfræðingar margoft bent á margvíslega ágalla á þessum lögum sem þarf að bæta. Ef vatnatilskipunin hefði bara verið rétt innleidd í upphafi þá hefði þessi staða aldrei þurft að koma upp.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2025 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning