Virkjanastopp EES
15.1.2025 | 20:25
Alþingi álpaðist til að setja enn eina glórulausa EES-tilskipunina frá Evrópusambandinu í lög, "vatnatilskipunina" 2000/60, sem stjórnar Umhverfisstofnun og kemur í veg fyrir að sú stofnun geti veitt leyfi fyrir Hvammsvirkjun. Allar_nýjar_vatnsaflsvirkjanir_i_uppnámi
Þessi tilskipun er ekki sú eina sem stöðvar uppbyggingu Íslands, haugur af tilskipunum frá ESB vegna EES hefur staðið í vegi fyrir eðlilegum framkvæmdaundirbúningi í orkugeiranum síðustu áratugi https://www.frjalstland.is/2023/09/12/ees-log-stodva-throun-byggdar/
En við getum bara slappað af. Utanríkisráherra/frú okkar er í Brussel og ætlar að koma okkur í Evrópusambandið með skít og skinni, með aðstoð RÚV, Evrópusambandið hlýtur að senda okkur ölmusu í staðinn fyrir brottfallnar tekjur af virkjunum eins og gert er í sambandinu þar sem almenningur verður fátækari með hverju árinu sem líður. En það endar nátúrulega með að ESB flosnar upp eins og þegar er greinilga hafið. Eins og kunnugt er sögðu Grænlendingar sig úr ESB fyrstir þjóða og fá nú tilboð um að sameinast Bandaríkjunum! Sem er ekki líklegt að þeir þiggi heldur.
Athugasemdir
Þetta ætti ekki að koma Íslendingum á óvart miðað við allt ruslið sem þessir þingmenn og ríkisstjórnir hafa samþykkt undanfarin ár. Fannst athugarvert að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis, orku og loftlagsráðherra nýtti tækifærið og sagði að ef við hefðum nú þegar samþykkt bókun 35 þá væri þetta líklega/mögulega ekki niðurstaðan. Það er eitthvað mikið rotið strax við þetta mál og mér sýnist að við fáum margar greinar á næstunni sem lofa bókun 35. Eins og þetta var fyrirfram vitað eða ákveðið, hverju á maður lengur að trúa upp á þetta lið?
Trausti (IP-tala skráð) 16.1.2025 kl. 08:42
Ógilding ákvörðunar Umhverfisstofnunar byggðist reyndar á því að umrædd tilskipun hefði ekki verið rétt innleidd í íslensk lög. Þar sem engin lög gilda á Íslandi nema þau sem Alþingi hefur samþykkt neyddist dómarinn til að dæma eftir þeim, jafnvel þó það væri í ósamræmi við tilskipunina og hefði neikvæð áhrif á framgang virkjanaframkvæmdanna.
Ósamræmið má rekja til breytingartillögu umhverfisnefndar við frumvarp til Lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011. Um það er engum að kenna nema meirihluta Alþingis sem samþykkti þá breytingartillögu og að lokum frumvarpið svo breytt. Þingmenn allra flokka greiddu atkvæði með breytingartillögunni, nema þingmenn Framsóknarflokks sem sátu hjá. Þingmenn allra flokka samþykktu frumvarpið svo breytt.
Hér er ferill málsins á Alþingi:
Stjórn vatnamála | Ferill þingmáls | Alþingi
Hér er álit umhverfisnefndar og breytingartillagan:
999/139 nefndarálit: stjórn vatnamála | Þingtíðindi | Alþingi
1000/139 breytingartillaga: stjórn vatnamála | Þingtíðindi | Alþingi
Hér má sjá úrslit atkvæðagreiðslna um breytingartillögurnar og svo um frumvarpið sjálft í endanlegri mynd:
Atkvæðagreiðsla | Alþingi (umræddar breytingar)
Atkvæðagreiðsla | Alþingi (endanlegt frumvarp)
Ég tel reyndar að það verði að áfrýja málinu og láta reyna á gildi þessarra laga, því með breytingartillögunni var öllum efnisgreinum frumvarpsins nema einni breytt og þess vegna má færa rök fyrir því að um nýtt mál hafi verið að ræða sem hafi ekki hlotið þrjár umræður á Alþingi eins og áskilið er í stjórnarskrá. Rétt eins og var um að ræða í nýlegum dómi í svokölluðu búvörulagamáli, sem Hæstiréttur hefur samþykkt að taka til beinnar áfrýjunar framhjá Landsrétti.
P.S. Trausti. Niðurstaða dómsins hefur ekkert með bókun 35 að gera því ekki var um ræða neinn árekstur laga sem innleiddu EES tilskipun við önnur (sér)íslensk lög, heldur var einfaldlega um að ræða ranga innleiðingu á tilskipun í íslensk lög. Jóhann Páll var því á rangri leið þegar hann sagðist í gær halda að bókun 35 hefði (kannski) getað breytt einhverju um niðurstöðuna. Honum til varnar tók hann þó fram í gær að hann væri ekki búinn að lesa dóminn og setti því ákveðinn fyrirvara við að draga miklar ályktanir af honum strax. Hann leiðréttir vonandi þessi ummæli þegar hann hefur kynnt sér dóminn nægilega vel.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.1.2025 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.