Maduro & Mette
11.1.2025 | 14:02
Bandaríkin bjóða nú 3,5 milljarða fyrir Maduro. Hann er forseti olíuríkasta lands heims, Venezúela, og vill verja olíulindirnir fyrir Bandaríkjunum.
Hann hefur lengi verið hundeltur af atvinnumorðingjum Bandaríkjanna.
Bandaríkin ætla líka að leggja undir sig Grænland. Það er reyndar óþarfa fyrirhöfn, það hefur lengi verið bandarísk herstöð á Grænlandi og Bandaríkin geta gert það sem þeim sýnist á Grænlandi (eins og á Íslandi). Þeirra fyrirtæki eru velkomin þar (eins og á Íslandi).
En það er von að Danir, núverandi herraþjóð Grænlendinga, séu sárir, þeir hafa verið undirgefnasta strengjabrúða Bandaríkjanna í áratugi og tekið virkan þátt í manndrápaferðum Bandaríkjanna og NATO um heiminn. Varla hafa Bandaríkin mundað byssu án þess að danski herinn hafi flýtt sér með í drápin, í Írak, Afganistan og nú síðast senda þeir öll sín vopn til að leggja Úkraínu, og helst Rússland, undir Bandaríkin.
Forsætisráðherra/frú Dana, Mette Frederiksen, verður að hætta að malda í móinn gegn innlimun Grænlands í Bandaríkin. Annas gætu Bandaríkin farið að bjóða nokkra milljarða, amk. 2, fyrir hana.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Friðrik; og þið önnur, hins Frjálsa lands !
Ja svei; þykist þið nú ætla, að fara að taka upp hanskann fyrir larfinn og drullusokkinn Maduro:: eitthvert fyrirlitlegasta merkikerti helstefnu Sósíalismans, sem nú er við lýði í Suður- Ameríku ?
Jú jú; víst eiga Bandaríkjamenn alveg skuldlaust, vægast sagt frámunalega framkomu gagnvart Rómönsku Ameríku í gegnum tíðina, en það rjettlætir aldrei þrásetu Maduro´s á forsetastóli Venezuela:: mannfjanda, sem sankar auðlegð landsins undir rassgatið á sjálfum sjer og fylgjara sinna.
Tek alveg undir það; að framkoma Dana gagnvart Grænlendingum í gegnum tíðina, sem og skinhelgi Mettu hinnar dönsku er með miklum endemum:: Danir kunna jú að finna til Te vatnsins á komandi árum, í ljósi auðsveipninnar gagnvart Wahington stjórnvöldum gegnum tíðina:: sbr. rjettmæta ábendingu ykkar gagnvart eyðileggingunni í Íraq - Afghanistan - Líbýu - Sýrlandi og víðar, en það veitir ekki stríðsglæpaliðinu í Moskvu neinn sjerstakan rjett til yfirgangs, þar sem það hyski veður yfir lönd og álfur - hvern einasta dag.
Það er einnig kórrjett ábending ykkar; að NATÓ kemur til með að verða Vesturlöndum dýrkeyptur biti að kyngja þegar fram í sækir - og ÞJÓÐARSKÖMM Íslendinga, að vera þátttakendur í því árásabandalagi, ekki síður.
Væri allt með felldu hjerlendis; væri Ísland hlutlaust ríki algjörlega, ekkert síður en Austurríki - Sviss og Írland, til dæmis.
Hættið Friðrik allavegana; að bera blak af ömurleika Maduro´s og illvirkja hans, hvað sem öðru líður.
Með beztu kveðjum; engu að síður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.1.2025 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.