Stefnuyfirlýsing
28.12.2024 | 17:24
nýju ríkisstjórnarinnar byrjar vel og lofar góðu um margt þó greinilega sé margt sagt af bjartsýni enda nýliðar að byrja sem þurfa frið til að átta sig. Verðmætasköpun, menningu og heilbrigði á að auka, vonandi gengur það vel.
Það á að hagræða og einfalda stjórnsýslu, breyta húsnæðismarkaðnum, herða eftirlit með starfsmannaleigum, auka orkuöfluun. Og auðlindir landsins verði þjóðareign. Allt ágætt en nýja ríkisstjórnin á eftir að reka sig á að hún getur ekki stjórnað öllu, það þarf að afnema (eða hunsa) margs konar reglu-og lagaákvæði frá EES til þess. Til dæmis eiga aðilar í EES rétt til að eiga jarðlendur með orkulindum og að nýta orkuna, þar er forgangur þjóðarfyrirtækja Íslendinga andstæður EES. Húnæðismarkaðurinn kemst ekkí í lag meðan bankarnir eru reknir með regluverki EES og "fjárfestar" fá að braska með íbúðir.
Svo koma tískumálin í yfirlýsingunni: Styrkja við orkuskipti, vindorkunýtingu, kolefnsihlutleysi. Alt saman draumórar sem stjórnað er frá Brussel og mundu kosta þjóðarauðinn verði reynt að koma þeim í framkvæmd.
Í lok stefnuyfirlýsingarinnar kemur svo vondur hortittur:
-" utanríkisstefnu sem byggir á - náinni samvinnu við Evrópusambandið, - norræn ríki og NATO - þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna (les aðlögunar) um aðild Íslands að Evrópusabmbandinu - erlendum sérfræðingum falið að vina skýrslu um kosti og galla krónunnar-".
Nýja ríkissjórnin verður að fá tíma til að átta sig á hvað eru hagsmunir landsmanna. Sjálfstæð og hlutlaus utanríksstefna er fyrirskrifuð af okkar lýðveldisstofnendum. Aðild að Evrópusambandinu yrði til þess að sökkva Íslandi niður í vandamál deyjandi fátæktar- og hernaðarsambands. Missir eigin gjaldmiðils yrði stjórnlaus peninga- og efnahagsstefa sem gerði Ísland að bónbjargarlandi sem þyrfti að reiða sig á annarra manna peninga.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning