Að glata auðlindum

hverpexels-photo-12782208Erlendir "fjárfestar" hafa leyfi til að eiga og nýta auðlindir Íslands í samræmi við "fjórfrelsið" svokallaða í EES-samningnum sem átti að setja af stað mikla uppbyggingu að sögn laupanna sem komu EES yfir Ísland. Auðmenn/hrægammar/fjárfestar í Evrópusambandinu og EES, og þeir sem eiga skúffufyrirtæki þar, mega samkvæmt EES eiga og nýta jarðnæði, jarðvarma, fallvötn, ferskvatn á Íslandi og eru þegar byrjaðir að setja krumlurnar í auðlindir landsins. Evrópusambandið hefur skipað íslenskum stjórnvöldum að endurnýja virkjanaleyfi reglulega og tryggja að aðilar í Evrópusambandinu/EES geti boðið í leyfin. https://www.frjalstland.is/2020/02/26/fyrirspurn-um-uthlutun-nytingarrettar-orkuaudlinda/

Friðrik Á. Friðriksson skrifar upplýsandi grein (Morgunblaðið 7.12.2024) um tilraunir íslenskra stjórnvalda til að klóra yfir valdaleysið sem EES-samninguinn hefur leitt af sér. Koma á á laggirnar lögum um "fjárfestingarýni" á uppkaup erlendra aðila á auðlindum, sagt til þess að tryggja þjóðaröryggi. Ekki eru neinar líkur á að slík löggjöf, þó hún sé í lagi í sjálfu sér, breyti neinu til framtíðar, "fjárfestar" eða braskfyrirtæki geta haldið áfram að hirða íslenskan þjóðarauð á hrakverði í þeirra augum meðan EES-samningurinn er látinn vera í gildi. Eins og menn muna eru lög Evrópusambandsins æðri íslenskum lögum samkvæmt Evrópusambandinu og þeim sem tala máli sambandsins.

Reynsla er komin af "hrægammasjóðum" eða margþjóðlegum "fjárfestum", sem leika lausum hala í skjóli Evrópusambandsins eða leppríkja Vesturlanda, m.a. í Eystrasaltslöndum, Grikklandi, Úkraínu þar sem fjarlæg "fjárfestingafélög" hafa eignast auðsuppspretturnar, unga fólkið hefur flust úr landi og þeir sem streitast á móti eiga á hættu að fá leiguþý með vopnabúr NATO eða annarra stríðsbákna á móti sér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Tryggja inn í Stjórnarskrá ákvæði um auðlindir til lands og sjávar sem þjóðareign. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 9.12.2024 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband