Hjakkað í sama farinu

Althingi,-framanKosningarnar í gær urðu árangurslausar (mbl 1.12.2024). Við fengum aftur fjórflokkinn eins og herjaði í áratugi á síðustu öld og kom á erlendri hersetu, erlednu tilskipanavaldi, braskaravæðingu fyrirtækja þjóðarinnar og bankahruni:

 

Sjálfstæðismenn 35,2% (kratasálir þar af 15,8%)

Framsóknarmenn  19,9% (Miðflokkurinn þar af 12,1%)

Vinstrið        13,8% (Flokkur fólksins)

Kratar          20,8% (Samfylking)

Þetta er svipað og Fjórflokkurinn fékk á síðustu öld nema kratarnir hafa vaxið. Það er alvörumál, þegar uppbygging landsins eftir 700 ára evrópska yfirstjórn stóð sem hæst voru kratar smáflokkur sem enginn viðurkenndi að hafa kosið. Þessi kratabólga nú gæti þýtt að Ísland sé að síga niður í kratamenningu Norðurlanda sem gjörspillti stjórnmálalífi þeirra. Stóru málin, s.s. erlenda tilskipanavaldið, þáttaka í hernaði gegn vinaþjóð eða framkvæmdastopp ESB-regluverksins voru ekki efst á baugi í þessum kosningum.

Meginástæðan fyrir þessari stjórnmálastöðnun er að "þjóðmenningarstofnunin", Ríkisútvarpið, útvarpar leynt og ljóst krataáróðri og reynir að níða skóinn niður af öðrum hreyfingum. Það verður því varla endurnýjun í íslensku stjórnmálalífi fyrr en RÚV hefur verið hlutleyst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flokkur fólksins er ekki vinstriflokkur.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.12.2024 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband