EES-hækkanir á orku
26.11.2024 | 18:16
"Frá því í júlí þegar uppboðsmarkaðurinn fór af stað hefur orðið yfir 20% hækkun"- segir Axel Sæland hjá bændasamtökunum. Nú er semsé farið að halda uppboð á orku frá orkuverum í eigu þjóðarinnar, hæstbjóðendur fá en við eigendurnir sitjum uppi með uppskrúfað orkuverð.
Það er EES-stjórnkænskan sem er skollin á orkusöluna, heitir "uppboðsmarkaður" samkvæmt regluverki ESB sem er hannað fyrir 500.000.000 manna byggð en ekki Ísland. Fjöldi skúffufyrirtækja, óþarfir milliliðir sem framleiða enga orku, fá nú að selja orku til þjóðarinnar frá virkjunum í eigu þjóðarinnar með sinni álagningu og skrúfa upp verðið hver fyrir annan.
Uppbyggingargrein íslenkrar matvælaframleiðslu, gróðurhúsaræktin, er nú að fá yfir sig 25% hækkun og vænta jafnvel 25% í viðbót fljótlega. (mbl 23.11.2024). Á sama tíma er þjóðarfyrirtækið Landsvirkjun látin moka milljörðum í ríkissjóð sem bruðlar með féð í staðinn fyrir að nota það til virkjana og hagkvæmari orku fyrir landbúnað og landslýð.
Verðlag á orku í Evrópusambandinu, sem semur lögin fyrir Ísland, er orðið svo hátt að síffelt fleiri borgarar geta ekki borgað fyrir orkuna sem þeir þyrftu að kaupa heldur eru látnir líða fyrir kulda. Það er meiriháttar heimska að setja trúarsetningar Evrópusambandsins um orkumál í íslensk lög. Íslendingar hafa lengst af fengið hagkvæma orku frá sínum eigin virkjunum á sínu svæði eða upprunna frá þjóðarfyrirtækjunum Landsvirkjun eða RARIK.
EES-áþjánin á orkukerfið hófst með tilskipun 96/92 https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/PDF/?uri=CELEX:31996L0092 og uppúr henni voru sett lög til þess m.a. að "Skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku-" https://www.althingi.is/altext/128/s/1428.html (samkeppnin verður á milli fyrirtækja í eigu sama aðila, almennings, og sem lúta í raun sömu almannastjórn sem ber að ákveða orkuverðið með pólitískum ákvörðunum). Eftir það hafa komið tilskipanapakkar, þar á meðal orkupakki 3, sem hafa dregið orkukerfið dýpra niður í reglusvað Evrópusambandsins þar sem orka er dýrari en á flestum öðrum byggðum bólum.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning