Máttlaust Alþingi?
10.11.2024 | 13:49
Stefnuskrár framboðanna gefa ekki tilefni til að ætla að nýkjörið alþingi muni verða skárra en það síðasta og ráða við stærstu málin þó margt geti gerst ennþá. Ný viðhorf blasa við eftir að Trump tekur völdin vestra.
Hælisleitendavarnir eru helsta púður sumra framboða sem verða líklega óþarfar þegar Bandaríkin hafa hætt hernaði í útlöndum eins og Trump hefur lofað, flóttamennirnir og hælisleitendurnir eru á flótta undan hernaði og vopnavæðingu Bandaríkjanna.
Sjálfstæðismálið, uppsögn EES-samningsins, er ekki mikið á dagskrá sem þýðir að virkjanir, endurreisn bankastarfseminnar, bann á brask með íbúðir og fleiri hagsmunamál verða illframkvæmanleg undir EES-reglufarganinu. Þátttakan í hernaði NATO og ESB gegn Rússlandi lítið rædd. Úrsögn úr NATO gæti komist á dagskrá enda Trump líklegur til að leysa hernaðarklúbbinn í sundur eða draga Bandaríkin út. Mikil stríðshætta sem stafar frá ESB er ekki mikið á dagskrá hjá flokkunum en leiðandi ríki Evrópusambandsins hafa tapað árásarstríði (1812 og 1945) gegn Rússlandi og þyrstir stöðugt í hefndir.
Loftslagssvindlið er ekki ofarlega á dagskrá framboðanna en þar vilja einhverjir flokkar fremja blóðtöku á ríkissjóði og landsmönnum undir stjórn ESB. Með Trump er svindlið komið á endimörk og afhjúpað og því má hreinsa "loftslagsmál" út úr fjárlögum þjóðarinnar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning