Niðurdæling dýr mistök

gufaForráðamenn Orkuveitunnar okkar halda að þeir geti grætt milljarða á að dæla reyk frá Evrópusambandinu niður í hraunið. Þeir þurfa að vita að niðurdæling/koltvísýringsförgun í jörð hefur verið reynd víða í áratugi en yfirleitt farið í vaskinn.

Nýlegir kollhnísar:

-Petra Nova í  Texas átti að vísa veginn en hefur verið lokað

-San Juan í Nýju Mexíkó er á sömu leið

-Orkuráðuneyti Bandaríkjanna eyddi 6,9 milljörðum dala í þróun

-Aðeins 4% áætlaðra verkefna 2014-2026 komust í framkvæmd

-Af 13 stórverkefnum vestra fóru 10 í vaskinn.

https://www.foodandwaterwatch.org/2022/09/27/carbon-capture-failures/

Förgun koltvísýrings í berg er mjög orkufrek og hefur þurft að reisa ný orkuver til þess að knýja niðurdælinguna. Vestra hefur það valdið meiri koltísýringslosun en bindingu þar eð mörg orkuveranna eru brennslisknúin!

Leka- og mengunarhætturnar eru margar en árangurinn er hverfandi enda Jörðin sjálf að losa (og binda) heilt teratonn á ári. "Carbon capture"-gæluverkefni OR yrði dýr kollhnís á kostnað okkar eigenda almannafyrirtækisins OR. Ef þeir ætla að treysta á "losunarkvótakerfi" ESB til að borga eru þeir á hálum ís, ETS-kerfið er ósjálfbært, byggt á blekkingum og hrjáð af svindli og á leið að flosna upp enda mikið af fyrirtækjum ESB að nálgast "grænt" og kolefnislaust gjaldþrot. https://thebulletin.org/2022/09/plagued-by-failures-carbon-capture-is-no-climate-solution/

Orkuveitan hefur lengi dælt niður jarðvarmagasi til þess að losna við hverafýluna , brennisteinsvetnið, það er vitleg aðgerð sem hefur gengið vel enda brennisteinsvetnið hvarfgjarnt og binst vel við hraunlögin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég persónulega efast um að þetta sé kolsýra.

Þetta er eitthvað annað.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.11.2024 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband