Órar OR
24.10.2024 | 15:44
Nú ætlar Orkuveitan að fara að græða almennilega, 350 milljarða, á loftslagssvindlinu og ekki seinna vænna meðan margir trúa ennþá lygunum um skaðsemi koltvísýrings og fjárplógskerfi ESB um losun koltvísýrings (ETS) er enn ekki dautt. Leikfélagar OR ætla að dæla reyk frá Evrópusambandinu niður í karsprungið Reykjaneshraunið og vonast til að hann komi ekki upp aftur þegar hann hefur eyðilagt ferskvatnið í Reykjanesinu.
Það er borin von, sá hluti reyksins sem binst myndar s.k karbónöt en það eru einmitt þau sem valda gríðarlegri losun koltvísýrings úr hrauninu í kvikuumbrotum á Reykjanesi. Og koltvísýringsgasið seitlar upp úr sprungum ásamt með menguninni sem fylgir því frá ESB.
Aðferð Carbfix við að binda koltvisýring er óreynd og mjög takmörkuð og skiptir engu máli um loftslagið. Jörðin sjálf gleypir um 1000.000.000.000 tonn (þúsund gígatonn) af koltvísýring árlega en CarbfixOR ætla að byrja með um milljón tonn sem mótsvarar einum milljónasta hluta af því sem jörðin bindur án þatttöku OR eða ESB. Aðrar aðferðir eru betri, þekktari og öruggari, þar á meðal ræktun, s.s. skógrækt.
Verkefni stjórnenda OR er að einbeita sér að því að útvega okkur orku og koma í veg fyrir heitavatns- og rafmagnsskort í staðinn fyrir að leika sér við loftslagsloddara sem véla sveitamenn í glæfraverkefni (Mbl. 23.10.2024)
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Facebook
Athugasemdir
Skitt með flókið á landinu. Bara græða nogu mikið, svo fáum við þessa drullu alla yfir okkur í næsta gosi ef ekki fyrr.
Haraldur G Borgfjörð, 25.10.2024 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.