Hættuleg ríkisstjórn
16.10.2024 | 14:18
Ein hættulegasta ríkisstjórn sem komist hefur til valda í landinu er nú loksins að fara frá. Hún hefur komið landinu í stríð við vina-og viðskiptþjóð af uppspunnu tilefni sríðsæsingamanna NATO og Evrópu-sambandsins/EES. Hinn heimatilbúni óvinur er enginn annar en eitt helsta kjarnorkuveldi heims!
https://www.frjalstland.is/2022/08/19/island-tekid-i-strid/
Hún eyðir skattfé landsmanna í vopn og stríðsaðföng.
Hún stundar refsingar gegn vinveittum þjóðum og veldur hruni útflutningstekna og gjaldþroti fyrirtækja.
Hún hefur komið yfir landið vaxandi fjölda af lögum og reglum Evrópusambandsins/EES um orkumál og umhverfismál sem stöðva uppbyggingu hérlendis.
Hún hefur sökkt landinu dýpra í okurdýrar en óþarfar, gagnslausar og barnslegar "loftslagsskuldbindingar" sem Evrópusambandið stjórnar og hirðir fé af.
Hún hyggst láta Alþingi samþykkja að lög Evrópusambandsins, sem er nú að breytast í hernaðarsamband, sem berast með EES-tilskipunum, séu æðri landslögum. Og brjóta þannig stjórnarskrána einn ganginn enn.
Hún og núverandi Alþingisheimur þurfa að koma sér burt áður en meiri skaði skeður. Við skulum vona að landsmenn beri gæfu til þess að kjósa sér betri fulltrúa til Alþingis í komandi kosningum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 17.10.2024 kl. 01:00 | Facebook
Athugasemdir
Nú stefnir í að þjóðin folk sir á bak vid Samfylkinguna. Það er flokkur sem Kolbrún gæti starfað fyrir. hvað á að kjósa til að setja stöðva stríðsóðu alþjóðasinnana?
Gísli Ingvarsson, 17.10.2024 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.