Danskur vindur

oldwindmillpexels-photo-6559426Nú stendur til að auka "samvinnu" Dana og Íslendinga í "grænum verkefnum" og orkuöflun. Hvergi í heimi er orka dýrari og óhagkvæmari en í Danmörku enda Danir lengi virkir þátttakendur í "loftslagsmálum"!

Danska ríkið á meirihluta í stærsta sjóvindmyllufyrirtæki heims, Örsted, stærsti vindmylluframleiðandinn er líka Danskur, Vestas. Risaverkefni Örsted hafa verið að stöðvast eitt af öðru þegar menn hafa áttað sig á hvert stefndi (vindmyllur ganga ekki fyrir vindi heldur ríkisstyrkjum!) https://www.theguardian.com/environment/2023/nov/01/rsted-cancels-two-us-offshore-windfarm-projects-at-33bn-cost

Í Svíþjóð keyrði stórt "rafeldsneytisverkefni" Örsted í strand í sumar. Þar átti að framleiða "rafeldsneyti", tréspíra úr rafgreiningarvetni og koltvísýring eins og í Carbon Recycling í Svartsengi. https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/ Það var auðvitað allt byggt á óskhyggju, það þarf tvöfalt meiri orku til að framleiða bara vetnið en sem fæst svo úr spíranum. Og ekki bætir úr skák að vindmyllurafmagnið í vetnisframleiðsluna er of dýrt og stopult. https://www.spglobal.com/commodityinsights/en/market-insights/latest-news/energy-transition/081524-orsted-scraps-swedish-flagshipone-e-methanol-project-under-development

Það er ekkert vitlaust að vinna með Dönum, bara ekki í orkumálum eða "grænum verkefnum"! https://www.frjalstland.is/2024/10/13/danskur-vindur/

Friðrik Daníelsson, efnaverkfræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband