Erindrekstur fyrir ESB

EUflag-3370970_960_720Ríkisstjórn Íslands gengur erinda Evrópusambandsins og ætlar að láta Alþingi samþykkja nærri 60 mál, nærri þriðjung þingmálanna í vetur, sem eru EES-fyrirskipanir, sumt mál sem ESA hefur nöldrað um, sum málin eru með mörgum tilskipunum eða reglugerðum frá Brussel. https://www.frjalstland.is/2024/09/17/thingmalaskra-155-loggjafarthings-2024-2025-ees-mal/

EES-tilskipunum er aldrei breytt efnislega þær eru bara þýddar og samþykktar af Alþingi eftirgennslanalaust. Samtök sem studdu aðild Ísland að EES eru nú farin að kvarta yfir að EES-tilskipanirnar séu "innleiddar með meira íþyngjandi hætti" en í ESB og kalla það "gullhúðun". Oft byggt á misskilningi, vandamálið er frekar að eftirlitsstofnanirnar sem eiga að framfylgja reglunum hérlendis taka sér meiri völd en meðalhófi gegnir en þær mega nota tilskipanirnar beint út úr hestmúla Brussel (þegar sameiginlega EES-nefndin hefur stimplað þær) og þurfa því ekki að fletta i því sem ráðuneytin gefa út. Þannig er nú búið að spilla virðingu íslenska Stjórnarráðsins okkar.

Stofnanirnar okkar þekkja ekki vinnubrögð eftirlitsiðnaðarins í Evrópusambandinu en þar eru menn vanir valdboðum frá opinberum skriffinnum sem oftast vita lítið um það sem þeir eru að setja reglur um. Eftirlitsstofnanirnar í Evrópu (það er í stóru skriffinnskulöndunum Frakklandi, Þýskalandi og fleirum) nota yfirleitt aðeins úr þeim það sem eðlilegt má teljast en horfa framhjá hinu. Okkar eftirlitsstofnanir eru svo hræddar við ESB að þær þora ekki að gera það.

Það að fjarlægir skriffinnar sem ekki þekkja íslenskt samfélag setji því reglur er vandamálið með EES-samninginn.

Það er semsagt Evrópusambandið sem segir Alþingi og Stjórnarráðinu fyrir verkum. Íslendingar eru svo hræddir við sambandið að þeir hlýða öllu svamlinu þaðan, miklu þægari en Norðmenn að sögn eins gamals EES-sérfræðings (Baudenbacher, sjá Mbl 16.9.2024)


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband