Þórdís boðar 15 mál

eu-flageurope-1045334_960_720Utanríkisráðuneytið boðar 15 mál til samþykktar Alþingis í vetur, eitt lagafrumvarp og fjórtán þingsályktanir, allar nema 2 EES-fyrirmæli frá Evrópusambandinu https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/ Ekki eitt einasta mál frá Íslendingum sem eiga að stjórna Íslandi.

Lagafrumvarpið er hin alræmda bókun 35 til þess að gera lög og reglur Evrópusambandsins æðri íslenskum lögum. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/12/thordis_bodar_eitt_frumvarp_bokun_35/ Þingsályktanirnar eru haugur af tilskipunum pakkað saman í 12 mál sem koma í bakið á landsmönnm sem áþján af misskaðlegu og óþörfu regluverki.

Utanríkisráðuneytið er orðið óþarft. Brusselbáknið stjórnar utanríkismálunum alfarið, hvort sem er að fara í stríð eða setja höft á aðrar þjóðir eða koma á reglugerðum sem við þurfum ekki. Best og ódýrast væri að fá Brussel til að senda tilskipanirnar beint til Alþingis til stimplunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er sorgleg staðreynd að utanríkisráðherra Íslands sem þykist vera sjálfstæðisaður skuli vera handbendill erlendra afla, ESB og vopnaframleiðenda í USA og stundi svik við sjálfstæði og fullveldi Ísland.
Þurfum af hreinsa til, fá nýjan hægri flokk og nýja ríkissjórn. 

Júlíus Valsson, 13.9.2024 kl. 17:57

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er alveg ljóst að þessi svokallaði samningur er inngildingarstefna og það ber að horfa á hann sem slíkan. Bókun hitt eða þetta hefur enga meingingu fyrr en Alþingi hefur ákveðið annað. Það sem gæti bjargað því sem bjargað verður er að setja á stjórnlagadómstól, en það má víst ekki ræða slíkt.

Sindri Karl Sigurðsson, 13.9.2024 kl. 21:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvers vegna er bókun 35 "alræmd" og hvernig varð hún það?

Getur það verið vegna þess að fólk skilji það ekki að Evrópusambandið hefur ekkert löggjafarvald á Íslandi og setur því engin lög sem geta orðið æðri þeim íslensku lögum sem Alþingi setur?

Það er alltaf hlutverk Alþingis að ákveða hvaða lög gilda á Íslandi. Ef Alþingi setur lög sem taka mið af því að samræma íslenskan rétt við þann rétt sem gildir á innri markaði EES þá er það ákvörðun sem Alþingi tekur í krafti þess valds sem íslenskir kjósendur veittu því.

Ef það er eitthvað sem íslenskir kjósendur vilja hafa skoðun á er alveg sjálfsagt mál að þeir segi þá skoðun í kosningum. Á meðan er það sá réttur sem hefur hingað til verið samþykktur sem gildir.

Ef skoðunin er sú að EES samningurinn sé óbærilegur er allt í lagi að segja þá skoðun en þá er líka heiðarlegast að segja þá skoðun hreint út án þess að vefja því inn í einhvern hræðslumálflutning.

EES samningurinn hefur hefur vissulega bæði kosti og galla, en á meðan hann gildir þarf að fylgja honum. Annað væri brot á þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist.

Helsta vörn smáríkis eins og Íslands á alþjóðavettvangi er að alþjóðalög séu virt. Ef við viljum vera samkvæm þeirri sannfæringu hljótum við að vilja virða þá þjóðréttarsamninga sem við höfum sjálf undirgengist. Hinn kosturinn er að segja þeim samningum upp og ef einhver vill það væri heiðarlegast að segja það hreint út.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.9.2024 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband