Auðlindunum fórnað

hverpexels-photo-12782208EES-samningurinn og hin hugmyndafræðilega mengun hnattauðmagnsins sem honum hefur fylgt hefur opnað Ísland fyrir "fjárfestingum" Evrópusambands-fyrirtækja í auðlindum Íslendinga.

Nú vilja afkomendur Ingvars heitins Kamprads, IKEA-kempunnar, og þeirra kumpánar "fjárfesta" í auðsuppsprettum Íslendinga. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/09/10/atta_milljarda_fjarmognunarlotu_lokad/

Ein öruggasta leið minni þjóða til þess að missa sjálfstæðið og steypa landsmönnum í fátækt er að opna sínar dyr fyrir fjárfestingum hnattauðmagnsins í sínum auðsuppsprettum. Mörg lönd hafa gert það undir áhrifum hnattvæðingaráróðursins og mörg hafa orðið fórnarlömb stríðsríkjanna í NATO og ESB sem hafa hafið hernað á löndin til að tryggja sinn aðgang að auðsuppsprettum landanna.

Olíuríki Mið-Austurlanda hafa sætt innrásum og manndrápum stríðsríkjanna í áratugi. Bandaríski herinn stelur um 80% af olíu Sýrlands. Suðurameríkulönd hafa mátt þola eitt valdaránið eftir annað. Ísraelar vilja komast yfir olíu- og gaslindir undan strönd Palestínu og leggja nú landið í rúst.  Bandaríkin með NATO og ESB reka hernað gegn Rússum í Donbas m.a. til þess að komast yfir auðlindir svæðisins sem eru trilljarða virði að sögn bandaríska öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham https://english.almayadeen.net/news/politics/graham-urges-more-aid-to--trillion-dollars--worth-of-mineral

Reyndar eiga bandarískir "fjárfestar", s.s. Blackrock, Blackstone, State Street og Vanguard auk annarra hnattvæddra fyrirtækja í ESB og víðar, nú þegar um þriðjung af landbúnaðarlandi Úkraínu. Og sjálfur Rotchildbankinn er farinn að fjármagna nýnasistastjórnina í Kænugarði og fær verðmætar auðsuppsprettur Úrkaínu sem veð! Vanir bankamenn!

Á sama tíma og fjarlægir "fjárfestar" skipuleggja gróðaherferð gegn stærstu auðsuppsprettu Íslendinga til framtíðar eru íslenskir vísindamenn, sem eru meðal þeirra fremstu á heimsvísu i jarðhitarannsóknum og nýtingu, búnir að finna mörg fleiri jarðhitasvæði í landinu. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/10/arangur_af_jardhitaleit_kominn_fram_ur_vonum/

Það eru auðvitað þeir sem eiga að sjá um að virkja og nýta jarðhita landsins fyrir okkur og framtíðar íbúa þessa lands. Ef stjórnvöld Íslands skilja þetta ekki eiga þau að fara frá.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband