Upplausn og endurreisn

eu-flageurope-1045334_960_720Flokkarnir sem hafa ráðið Evrópu í 80 ár eru að missa völdin. Gömlu stjórnvöldin, sem þriðjungur eða minna af kjósendum styður, eru orðin úrelt en eru þaulsætin og "neita að vinna með" nýju flokkunum jafnvel þó þeir séu stærri.

Í Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi og Bretlandi eru farnar kröfugöngur sem enda í götubardögum. Stjórnvöld senda vopnaðar sveitir á mótmælendur og stimpla þá sem "glæpamenn" eða "hægriöfgamenn". Að rökræða við þá um málefni dettur ráðamönnum ekki í hug.

Almenningur í Evrópu hefur verið hrakinn í vaxandi fátækt. https://www.frjalstland.is/2023/07/01/fataektarmenning/ Fyrirtæki sæta höftum á aðföng og orkuöflun er eyðilögð. Regluverkið er orðið of hamlandi. Vind-og sólorkuver og lög gegn eldsneyti hafa sprengt upp  kostnað heimila og komið af stað gjaldþrotum iðnaðar og landbúnaðar. Stærsta bílaverksmiðjan er að molna, framleiðir rafbíla sem kaupendur vilja ekki https://fortune.com/europe/2024/09/03/volkswagen-german-factory-closure-ev-layoffs/ Bændurninr koma með mykju í kerrunum og sturta á götur höfuðborganna.

Heimskulegar stríðsæsingar ráðamanna eru afsökun fyrir dýrari heriðnaði og hernaðarrekstri. Óhóflegur innflutningur þróunarlandamanna, sem flúið hafa hernað NATO-landa, er orðinn þjóðfélagsvandamál. 

Nýju stjórnmálaöflin (sem sum eru reyndar áratuga gömul en hefur tekist að halda niðri) vilja hverfa frá þessum villum vega og hefja endurreisn. En því miður lítur út fyrir að þurfi að beita valdi til þes að koma úreltum stjórnmálaflokkum úr valdastólunum. Upplausn Evrópu endar þá eins og oft áður með vopnuðum innanlandsátökum sem verða undanfari endurreisnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband