Græðum á Klakanum

tré í snjópexels-photo-10637368Loksins getum við farið að græða á hinni Guðsvoluðu eyðimörk sem Ísland hefur reynst Íslendingum. Samkvæmt hinum alræmda EES-samningi þjóna íslenskir fasteignasalar ekki bara Íslendingum heldur líka ESB- og EES-ingum. Þá vantar land undir t.d. vindmyllur og tískubóluna "kolefnisjöfnun" sem er orðin góð afsökun til að ná undir sig landareignum á Íslandi undir því yfirskini að rækta skóg og vinna gegn hlýrra loftslagi sem Íslendinga hefur dreymt um í 1150 ár.

Meira að segja afdalir á Norðurlandi eru á þeirra áhugasviði (Mbl 28.8.2024). Best að drífa í þessu áður en landabraskararnir komast að því að skógur á Norðurlandi drepst í kuldahretum, það sem er að byrja núna verður búið að drepa flest barrtré á Norðurlandi eftir nokkra áratugi.

En þó einhverjir gróðakeppir geti grætt á að selja land á Klakanum gera bændurnir í Vatnsdalnum meira gagn, þeir útvega landsmönnum hollan mat með því að rækta grænt gras. Grasið tekur up mikið af koltvísýring úr loftinu og skilar okkur honum í góðum mat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband