Þýskir skriðdrekar komnir aftur til Kursk

tank-5125073_960_720NATO lét sína nýnasistísku stríðsverktaka í Úkraínu gera árás á Rússland á þriðjudaginn var, inn í Kursk hérað. Þar var stærsta skriðdrekaorusta sögunnar sumarið 1943 þegar Þjóðverjar réðust inn í Kursk-hérað. Rússar gersigruðu innrásarher Þjóðverja og héldu áfram að reka flóttann þar til er búið var að eyða nasistunum í Berlín tveim árum síðar.

Rússar þekkja sína sögu vel, þeim varð um og ó þegar þýskir skriðdrekar birtust aftur á þriðjudaginn á sláttum Kursk. Það er málaliðaher margra NATO-þjóða sem berst, þeir taka af sér herklæði sinna landa og fara í feluföt og fá borgað fyrir að koma til Úkraínu og skjóta á Russa.

Menn spyrja sig nú hvort Rússarnir geri aftur eins og þegar þeir sigruðu þýsku nasistana: Reki flóttann (til Brussel) og láti NATO/ESB gefast upp skilyrðislaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl; Frjálsa lands fólk - og þú Friðrik Daníelsson, ekki síður !

Auðvitað; var það klaufska Úkrínumanna við sjálfstæðis tökuna á X. áratug síðustu aldar, að reka ekki Rússa heim til sín, frá Donetsk - Lúhansk og víðar, þar eystra.

Hið sama; gildir raunar um Moldóva - Transnistríu Rússar ættu fyrir löngu, að vera farnir þaðan:: einnig.

Það er fagnaðarefni eitt; að Úkraínumenn skuli hafa þann dug og djörfung, að fara inn í Kursk / ekki myndi skemma, færu þeir alla leið til Moskvu, og næðu að merja illfyglið V.V. Pútín ofan í svaðið: háðuglega.

Og; hvað gerir til, þótt skriðdrekarnir sjeu Þýzkir ?

Mættu alveg eins; vera Spánskir - Portúgalskir eða Ítalskir fyrir mjer, sem öðrum velunnurum Úkraínu.

Gleymið svo ekki; yfirgangi Rússa gagnvart Georgíu 2008 - og síðan, hvað þá ósiðlegu eignarhaldi Rússa á hinum Japönsku Kúril- eyjum t.d., ekki síður !!!

Með kveðjum; þó þurrar sjeu, af Suðurlandi /

e.s. Styð ykkur þó eindregið; í andstöðunni við Brussel- Berlíngana í Evrópusambandinu, engu að síður.

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2024 kl. 13:13

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það er nokkuð lífseig sögufölsun að Rússar hafi gersigrað Þjóverja í orustunni við Kursk. Hins vegar úrðu  Þjóðverjar að hörfa á næstu vikum til upphaflegra vígstöðva. Rétt er að á endanum lauk svo styrjöldinni tæpum tveimur árum síðar með sigri Rússa og Bandamanna.

Sóknaráætlun Þjóðverja, plan Zitadelle, við Kúrsk var hrundið í framkvæmd þann 5. júlí 1943.

Í byrjun þessarar mestu skriðdrekaorustu sögunnar munu Þjóðverjar hafa haft yfir að ráða á svæðinu um 4 þúsund skriðdrekum en Rússar mun fleiri eða um 6 þúsund. Það sýndi sig hins vegar að skriðdrekar Þjóðverja höfðu nánast algera yfirburði. Fyrstu viku bardaganna grönduðu skriðdrekar þeirra a.m.k. 800 skriðdrekum Rússa en misstu sjálfir margfalt færri. Þar munaði mestu um afhroð Rússa á suðurhluta Woronesch vígstöðvanna þann 11. júlí. Þegar þarna var komið sögu virtist hreint ekki loku fyrir það skotið að Þjóðverjum myndi takast að gjöreyða skriðdrekaflota Russa á svæðinu og rétta þannig verulega hlut sinn í styrjöldinni Þessi möguleiki var hins vegar úr sögunni þegar Hitler fékk því framgengt að heilu skriðdrekafylkin voru send til Ítalíu til að bregðast við innrás Breta og Bandaríkjmanna í Sikiley deginum áður (10.júlí).

Daníel Sigurðsson, 13.8.2024 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband