Ríkisstjórn vantar

eu-flageurope-1045334_960_720Nú hafa 73% kjósenda áttað sig á að núverandi ríkisstjórn er ónýt.

Hún ræður ekki við vaxtaokrið og bankana sem stjórnast af ESB/EES-regluverki og geta akki þjónað almenningi, bara plægt inn ofsagróða. Hún ræður ekki við braskið með íbúðirnar og uppsprengt íbúðaverð, unga fólkið er verið að festa í fátækt. Vildarvinum áfram afhentar arðbærar ríkiseignir.

Og ekki er einu sinni reynt að losa landið undan áþján ESB/EES. Gagnslausar álögur "loftslagsmála" ESB eru komnar út úr kortinu og afætum sem selja orku frá virkjunum almennings fjölgar. Ekkert ræðst við stjórnlausan fólksinnflutning og þar með útgjöld, glæpi og öryggisleysi. Ríkisstjórnin lætur herlausa Ísland taka þátt og eyða miklu skattfé í svívirðilegan hernað í skjóli ESB og NATO.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/08/02/stundum_otharflega_margradda_rikisstjorn/

En hvað tekur við? Útlitið er ekki sérlega gott, stjórnmálaflokkarnir eru flestir villuráfandi eða ónýtir þó einhverjar undantekningar séu. Stóra spurningin er hvort kjósendum tekst eitthvað betur næst við að velja sér Alþingi og þar með nothæfa ríkisstjórn? Svinnir menn bíða og vona!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband