Í klóm braskara
25.7.2024 | 17:33
Er það unga fólkið með litlu börnin sem er að kaupa upp íbúðir á Heklureitnum fyrir milljarða? Eða eru það kannske bara braskararnir eins og viðgengist hefur hér í mörg ár?
Unga fólkið sem vantar þak yfir höfuðið er komið í klærnar á bröskurum, bönkum, fjárfestum, leigufyrirtækjum, húseignafélögum og eignamönnum. Þeir sprengja verðið upp úr öllu valdi og halda upprennandi hluta þjóðarinnar í leiguliði, fátækt og basli.
Grútmáttlaus stjórnvöld láta viðgangast að einhverjir braskarar kaupi upp íbúðir á færibandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.7.2024 kl. 14:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.