Von að vestan, vol að austan

WhiteHouseFiskpexels-photo-11563771Bjartar vonir hafa nú vaknað um að Bandaríkin taki aftur að leiða heiminn með jákvæðum aðgerðum og fyrirmyndum. Ef vel fer tekur ábyrgur forseti við Hvíta Húsinu eftir hálft ár sem mun leggja áherslu á að stöðva vopnaskak og hernaðinn gegn Rússlandi og Palestínu. Það mistókst að myrða hann en heriðnaðarbáknið og bankaeigendurnir munu bregða fæti fyrir hann af fremsta megni.

Donald Trump er ekki ómerkingur eins og stjórnmálamaður, hann hefur kjark til þess að stjórna án tillits til sérhagsmuna stórfyrirtækjaveldisins/heriðnaðarkerfisins og umhverfistrúarkirkjunnar. Hann kemur úr heimi atvinnurekstrar og hefur jarðsamband og raunveruleikaskyn. Vonandi tekst honum að eyða Parísarsamkomulaginu og stöðva grænu vitfirringuna sem er að eyðileggja orkumál og velmegun margra landa. Og spilltar og óþarfar bábiljustofnanir Sameinuðuþjóðanna er vonandi að hann taki til yfirhalningar enda fjármagnaðar að miku leyti af Bandaríkjunum.

Það vakna aftur á móti engar bjartar vonir i Vestur-Evrópu. Þar heldur ánauð Evrópusambandsins og varasamra leiðtoga áfram. Nýgamla talskona ESB, Ursula, og nýgræðingastjórn Breta, ætla að leggja áherslu á hernaðarbrölt og eldsneytisbann. Það leiðir til enn meiri fátæktar og að lokum stríðs við Rússland sem gömlu heimsveldin í ESB munu tapa eins og ávalt áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband