Ísland kært

EUflageurope-1045334_960_720ESA, skrifstofan sem á að passa að Ísland taki upp allar EES-tilskipanirnar, sendir enn eitt bréfið og heimtar útvíkkað opinbert eftirlit. Alþjóð veit að eftirlitið á grunni "Evrópureglugerðanna" er orðið ofbólgið. "Er það því niðurstaða ESA að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt EES-reglum um opinbert eftirlit."

ESA ætlar að kæra Ísland fyrir EFTA-dómstólnum sem hefur það verkefni að dæma Ísland , Noreg og Liechtenstein til að hlýða ESB, EES-tilskipunum. Hann er fríverslunarsamtökunum EFTA óviðkomandi.

ESA og EFTA-dómstóllinn mega sprikla eins og þeim sýnist, íslenskum stjórnvöldum ber ekki skylda til að hlýða þvaðrinu þaðan. Það er aðeins þegar okkar stjórnvöld missa máttinn og beygja sig undir þvaðrið sem við lendum í vandræðum. Hefðu þessar skrifstofur fengið framkvæmdavald og dómsvald hefði það verið stjórnarskrárbrot og ógildur verknaður

En það eru ennþá til menn með stjórnvaldsábyrgð hér sem halda að EES-samningurinn sé góður og gildur og krefjist skilyrðislausrar hlýðni við Evrópusambandið.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/07/11/island_faer_harda_utreid_hja_esa/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband