Útskúfaðar þjóðir
21.6.2024 | 13:57
Norður Kórea og Viet Nam, sem hafa verið útskúfuð í mannsaldra og sætt árásum og manndrápum, hafa nú verið boðin aftur inn í samfélag þjóða. Það gerir Rússland sem hefur stuðning vaxandi fjölda heimsþjóða í baráttu sinni við Bandaríkin sem lögðu þessi lönd í rúst og útilokuðu þau frá umheiminum með aðstoð sinna leppríkja.
Bandaríkin sprengdu Norður Kóreu aftur til steinaldar 1950-1953, ekkert land hefur verið sprengt eins mikið, sem næst allar borgir landsins voru lagðar í rúst. Afskipti Kína og Rússlands urðu svo til þess að gert var vopnahlé. En Bandaríkin og leppar þess hafa haldið Norður Kóreu í höftum og einangrun síðan og rekið áróður gegn landinu. Vestrænir fjölmiðlar eru látnir kalla þjóðina "paría" (ósnertanlega) og landið "útlagaríki". Gleðin var mikil þegar diggustu bandamennirnir, Rússar, komu í heimsókn með stuðning og vinarhug.
VietNam sigraði nýlenduveldið Frakkland 1954 en þá komu bara aðrir stríðsherrar. Bandaríkin hófu brátt manndráp, milljónir voru drepnar áður en Bandaríkin lögðu niður skottið og fóru heim með sína byssumenn. Þá hafði VietNam verið nærri lagt í eyði. Nú hefur Rússland, sem studdi VietNam gegn stríðsherrunum, gert viðskipta- og samstarfssamning við sína fyrrum bandamen, Vietnama.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:47 | Facebook
Athugasemdir
Það er óneitanlega dálítið undarlegt að Vesturlönd sem telja ca 1 milljarð skuli kalla hina 7 milljarðana útlaga.
Ragnhildur Kolka, 21.6.2024 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.