Skattgreiðendur kosta vindmyllur

windmillsunnamedHvað skyldu vindmyllurnar kosta skattgreiðendur? Í Bretlandi fá vindmyllurnar allt að 100 pund á megavatttímann, svipað og heildsöluverðið á markaðnum. https://www.ft.com/content/cb351788-377b-4ea7-aa0a-9bcc28293e7d Það samsvarar nærri 18 krónum á kílóvattstundina (hvað borgar þú? Ef það er mikið meir en 10 kall skaltu kvarta https://www.on.is/verdskra/)

Ástæða orkukreppunnar er hin vitfirrta stefna að afnema eldsneyti og kjarnorku í nafni ruslvísinda. Orkuverð í Bretlandi er orðið svo hátt að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki efni á að kaupa orku þó Bretland eigi gas- og oliulindir, kolalög og hafi átt öflugt kjarnorkuverakerfi.

Enda eru núverandi stjórnvöld Bretlands að missa völdin https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/06/14/flokkur_farage_tekur_fram_ur_ihaldsflokknum/

Nú ætlar franskt fyrirtæki með aðstoð sinna sendla hérlendis að reisa vindmylluskóga hér (sjá Mbl i dag) sem verður að verulegu leyti á kostnað íslenskra skattgreiðenda samkvæt EES. Eins og kunnugt er á Ísland samkvæmt hinum glórulausa EES-samningi að auka "græna orkuframleiðslu" sem þýðir að skattgreiðendur verða að taka á sig þungar byrðar við rekstur vindmylla þar eð langt er í frá að þær geti keppt við fallvatnsokru og jarðvarma. https://www.frjalstland.is/2024/04/16/vaxandi-andstada-gegn-vindmyllum-og-solorkuverum/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Ja þessir vitleysingar sem mynda þessa ríkisstjórn hlusta ekki á sérfræðinga og slæma reynslu á vindmillum. Þeir vita allt betur Eins og þegar Landeyjahöfn var byggð. Þeir hlustuðu ekki á reynda skipstjóra og sjómenn. Hvað er það dæmi búið að kosta þjóðina. Nú ætla þeir að gera sömu vitleysuna með vindmyllur. 

Haraldur G Borgfjörð, 15.6.2024 kl. 23:01

2 identicon

Þetta er rangt. Það er engin þörf á að styrkja vindorkuver hér á landi og alls engin áform um slíkt. EES hefur heldur ekkert með slíkt að gera. Landsvirkjun er að fara að reisa Búrfellslund af því að vindurinn er ákjósanleg viðbót við aðra orkuvinnslu LV. Framleiðslukostnaður þar er líka lægstur af öllum virkjunarkostum. Sama á við um aðra vindmyllukosti sem eru í bígerð. Engir ríkisstyrkir í boði vegna þessarar orkuöflunar umfram aðra.

Adalsteinn Bjarnason (IP-tala skráð) 17.6.2024 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband