Að kjósa taktískt!

skjaldarmerkiVit(fir)ringarnir sem telja sig geta útskýrt stórsigur Höllu í forsetakosningunum segja að fólk hafi kosið "taktískt" til þess að losna við Katrínu! Ekki íslenska enda eru vitringarnir að láta ljós sitt skína á útlensku en skilja ekki alltaf sínar eigin slettur. Meina líklega að kjósendur hafi ekki stutt Höllu en bara verið á móti aðalkeppinaut hennar, Katrínu. Þetta er auðvitað ágiskunarspeki ættuð úr háskólaskýinu.

Mun líklegri skýring á stórsigri Höllu er afburða málflutningur í lok kosningabaráttunnar. Sá boðskapur fór svo fyrir brjóstið á kaldastríðsprelátum ríkisstjórnarinnar að þeir gerðu tilraun til að bregða fyrir hana fæti. Í Mbl-bloggi Björns Bjarnasonar á kjördag stóð "Hættulegur boðskapur Höllu T - Halla boðar að hún ætli að sitja á Bessastöðum í stöðugu "samtali" við þjóðina og hún sagði að kvöldi 31. maí "að sér fyndist ekki sjálfsagt að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn "án samtals" og að það samræmdist ekki gildum Íslands" svo vitnað sé í Vísi. Og hún bætti við - Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það og ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er-"

Þessi boðskapur Höllu er nákvæmlega sá sem velviljaðir og kunnáttusamlegir Íslendingar hafa stutt. Halla kom honum til skila í lok kosningabaráttunnar og vann kosningarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir sem ég þekki sem kusu Höllu gerðu það taktískt.  Hún var líklegust inn samkvæmt könnunum.

Mig grunar að ~1/4 - 1/3 af þessum 34% sem hún fékk hafi verið eitthvað svoleiðis.

Ég hef ekki heyrt frá mörgum að hún hafi verið eitthvert ideal.  Sumum, samt.  Hún hefur *eitthvað.*  Get ekki verið alveg á móti henni þess vegna.

Hitt er annað mál að "háskólaskýið" er að rangtúlka niðurstöðurnar á einhvern furðulegan hátt.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.6.2024 kl. 20:27

2 identicon

Taktískt er íslenskt orð komið af nafnorðinu Taktur.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.6.2024 kl. 13:02

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég pæli mikið í málvísindum. Jósef Smári, þú hefur rétt fyrir þér að hluta til, því samkvæmt orðsifjabók Blöndals er nafnorðið taktur frá 18. öld, þó ekki eldra, og komið úr dönsku, en upprunalega af sömu rót og tactical á ensku, það er að segja komið úr forngrísku og latínu, tactica, sem þýddi beiting hervalds upphaflega, en latneska orðið kom úr grísku, taktíkos, sem þýðir hæfur til skipulags, úr tásso, að skipa, raða upp.

En gagnrýni mín á orðið taktík á fullkomlega rétt á sér einfaldlega vegna þess að þetta er tökuorð úr ensku, tactical, jafnvel þótt orðið taktur sé af sömu rót.

Ingvar frændi minn var mjög á móti mörgum orðum sem voru orðin rótföst í málinu eins og taktur, því hann vissi að þau komu úr dönsku. Fjölnismenn höfðu þessi áhrif, að vilja losna við allt danskt úr málfarinu.

Við Íslendingar vorum fyrr á tímum vanir að finna orð sem hæfa betur hefðum málsins, en þessi orð sem enda á -tík eru öll enskuslettur meira og minna sem hægt er að losa sig við. 

Taktískur er herkænskulegur, eitthvað í þá áttina. Nóg er að fara í enska orðabók til að átta sig á því. "Sem lýtur að herkænsku" er fyrsta þýðingin, vantar sem sagt íslenzkt orð. Mína tillögu mætti bæta, herkænskulegur.

Þá hvet ég alla til að finna upp nýyrði sem dugar, ef herkænskulegur er ekki nógu gott.

Ingólfur Sigurðsson, 4.6.2024 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband