Dísa í undralandi
18.5.2024 | 15:40
Dísa og tveir Austurseltingar blönduðu sér í innanríkismál Georgíu með áróðursræðum í mótmælagöngu gegn Georgiskum lögum um erlenda erindreka. Irakli Garibashvili, leiðtogi ráðandi stjórnmálaflokks Georgíu, segir að um sé að ræða móðgun við Georgíu.
Georgíumenn eru ekki heimskir (Stalín, Schevardnatse ofl. gáfumenn voru frá Georgíu) svo íslenskar og eystrasalts- slettirekur ættu að vara sig á að abbast upp á þá, þeir stjórna sínum málum sjálfir. Spillingaröflin i NATO/ESB stefna að svipaðri "litabyltingu" í Georgíu, Slóvakíu og Hvítarússlandi og þau frömdu í Úkraínu fyrir 10 árum sem var upphaf Úkraínustríðsins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
"Hvaðan úr Fljótsdalnum ert þú" er stundum sagt þegar einhver lætur út úr sér slíkt endemis bull að annað hefur ekki heyrst lengi.
Þetta kemur mér í hug þegar ég les niðurlag þessa pistils hér. Heldur þú, höfundur góður, að allur þorri úkraínsku þjóðarinnar sé höfuðlaus her og auðsveipur leiksoppur Nato eða ESB ? Því skyldu Úkraínumenn þrá lýðræði og einstaklingsfrelsi í stað kúgunar alræðisaflanna í Moskvu, rétt eins og ALLAR þjóðir fyrrv. Varsjárbandalags ?
Stundum er betra að þegja þegar vitið hrekkur ekki til eða þekkingin er í molum. Ég mæli með því að þú sem skrifaðir þennan pistil þiggi það ráð.
Þórhallur Pálsson, 18.5.2024 kl. 21:18
Þekking fer vissulega eftir hvar upplýsinga er aflað. Þeir sem hafa sína visku aðeins frá AP, RUV eða Rauters munu alltaf vera utangátta. Blogg höfundur er ekki einn af þeim og því þakka ég þennan upplýsta pistil. Um greind Grúsiumanna veit ég ekki, en þó, þeir hafa vit á að láta ekki áróðursmenn úr vestri ræna sig landinu. Það er meira en sagt verður um utanríkisráðherra Íslands, sem þessa dagana stendur að valdarántilraun í Tiblisi. Og það fyrir hönd ESB og NATO.
Ragnhildur Kolka, 19.5.2024 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.