Nýtt járntjald

ESB og NATO hafa nú strekkt nýtt járntjald gegnum Evrópu, frá austurlandamærum Finnlands að austurlandamærum Rúmeníu við Svartahaf. Og nú á að reyna að teygja það austur að Don og suður að Svartahafsströnd.

explosion-67557__480Það hefur þegar tekið við af gamla járntjaldi Churchills og Trumans sem gekk í gegnum Berlín og suður í Adríahaf en það var strekkt eftir að Rússar gersigruðu Þjóðverja og hröktu flótta þeirra vestur og tóku Berlín og austurluta Þýskalands og mesta alla Austur-Evrópu undir sitt vald eftir að hafa hreinsað svæðið af Þjóðverjum. Ekki átti að sleppa ófreskjunni aftur af stað til Rússlands.

En ófreskjan villti á sér heimildir en sýnir nú sitt innra eðli. Nýja járntjaldið á að gera það sama og það gamla, útiloka og einangra Rússland og leggja það í framhaldi undir Bandaríkin&leppa til þess að stela auðlindum þess og sleppa auðvaldinu í þær.

ESB sagðist ætla að koma á friði í Evrópu en sýnir nú sinn tilgang og er orðið stríðsbandalag. NATO átti að verja okkur gegn Ráðstjórnaríkjunum sem leystust upp fyrir aldarþriðjungi. En ESB og NATO hefur tekist að koma í veg fyrir samstarf og friðarvilja og hafa haldið Evrópu í innri flokkadráttum og úlfúð og undirbúa nú stríð við Rússland. Hernaðarhreiðrum er nú dritað niður austur við nýja járntjaldið og herflokkarnir flykkjast þangað.

Íslendingar þurfa að segja sig frá stríðsmangi Evrópusambandsins og NATO.

https://www.frjalstland.is/2024/01/27/vaxandi-hernadur-gegn-russlandi/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Friðrik; og þið önnur / hins Frjálsa lands !

Rjettmæt; gagnrýni ykkar á Evrópusambands 

hörmngina (arftaka Þriðja ríkisins) en NATO

þarfnast sannarlegrar endurskipulagningar,

þegar litið er á málin, í heild sinni.

Rússar; eru duglegastir sjálfum sjer, að

grafa sínar eigin gryfjur til niðurbrots 

þeirra víðfeðma ríkis:: þegar litið er til

yfirgangs þeirra sjálfra,(verandi eitt allra

náttúru auðugasta ríki veraldarinnar),í garð

smærri sem stærri nágranna sinna.

Mega; Kazakhstan - Mongólía og ýmis önnur ríki

Asíumegin ekki reikna með:: þá og þegar, að

vitfirrti fjöldamorðinginn V.V. Pútín fari að

grafa undan þeim, ekki síður en mrgra landanna,

Evrópumegin Rússlands, ekki síður ?

Með beztu kveðjum; sem hingað til, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2024 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband