Bjarni í sókn fyrir Ísland
11.3.2024 | 16:05
Bjarni Ben var að gera fríverslunarsamning við eitt stærsta og hraðast vaxandi hagkerfi heims, Indland. https://economictimes.indiatimes.com/news/economy/indicators/india-to-remain-fastest-growing-major-economy-in-2024/articleshow/106416321.cms?from=mdr
Það voru okkar fríverslunarsamtök, EFTA, sem sáu um að gera samninginn, Sviss, Noregur, Ísland og Liechtenstein mynda EFTA. Það fylgja engar kvaðir um að Indland fái tilskipanavald með samningnum eins og Evrópusambandið fékk með EES-samningnum.
Samningurinn opnar á aukin og frjáls viðskipti við Indland á ýmsum sviðum en Indland er að slíta sig laust frá gömlu nýlenduherrunum og þeirra kumpánum. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/03/10/ad_saekja_taekifaerin_og_landa_theim/
Nú getur Bjarni einbeitt sér að undirbúningi að fríverslunarsamningi við Evrópusambandið svo hægt sé að losna við EES-samninginn áður en atvinnuvegir Íslands verða rústir einar.https://www.frjalstland.is/2023/12/28/thetta-er-ordid-nog/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.