Minnihluti brýtur stjórnarskrá
27.2.2024 | 14:05
Okkar núverandi ríkisstjórn (sem einungis 30% landsmanna styðja) ætlar að láta Alþingi samþykkja að EES laga-og regluverkið frá Brussel (þar standa nú yfir götubardagar út af glórulausum lögum og reglugerðum Evrópusambandsins) sé æðra því íslenska.
-"frumvarpið um bókun 35 brýtur gegn stjórnarskrá lýðveldisins nr. 33/1944"-
Málpípur erlends valds (Robert Spano, Björn Bjarnason) hafa japlað á að EES reglur verji Íslendinga fyrir slæmri löggjöf Alþingis (sem þeir geta varist með því að kjósa aðra þingmenn) en ekki hvernig EES hlekkjar Íslendinga við slæma löggjöf Evrópusambandsins sem ekki er hægt að kjósa burt.
"Ef EES stóð á ystu nöf 1993 (þegar 33 af 63 þingmönnum samþykktu EES) þá keyrir frumvarpið um bókun 35 fram af brúninni - verið er að opna flóðgáttir erlends réttar inn í íslensk lög, þvert gegn þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands að EES"-
Tilvitnanirnar eru í grein Arnars Þórs Jónssonar hæstaréttarlögmanns og forsetaframbjóðanda í Mbl 24.2 2024, bls 34.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.2.2024 kl. 13:13 | Facebook
Athugasemdir
Fjölnismenn og afkomendur þeirra ÍsQuislíngar, stóðu aldrei fyrir sjálfstæði og reisn, heldur afbökun, lygar og rán.
... og þar erum við nú.
Guðjón E. Hreinberg, 27.2.2024 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.