Féflettar skemmta sér
18.1.2024 | 16:26
Í Davos í Sviss er haldið alheimsefnahagstorg (WEF) sem gerði einu sinni eitthvert gagn en hefur hrörnað niður í kjaftaklúbb auðmanna, ránsbaróna og féfletta. Þeir mæta á steinolíubrennurum (þotum) og tala um þörfina á að útrýma jarðefnaeldsneyti og fátækt og auka kynjajafnrétti og hvenig á að láta Zelenskigengið vinna stríð við Rússland. Og uppáhaldsmálefnið, hvernig á að gera alþýðuna fátæka og þæga og koma öllum völdum í hendur féflettanna með "Great Reset", Núllstillingunni Miklu.
Það græðir enginn á WEF-torginu nema vændiskonurnar, sem eru löngu uppbókaðar, veitingastaðaeigendur og vímuefnasalar. Fáir hlusta á dagskráratriði torgsins heldur heimsækja aðra gesti eins og banka og fara í alsnægtapartí hjá þeim.
Davos er orðin sýning á upplausn og menningarlegri hnignun Vesturlanda, minnir á heilahrörnunarsjúkling og umræðan orðin um óraunhæfar og hættulegar hugmyndir úr fílabeinsturni þeirra sem eru í aðstöðu til að féfletta heimsbyggðina.
https://www.weforum.org/events/world-economic-forum-annual-meeting-2024/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.1.2024 kl. 13:38 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þessa færslu og aðrar færslur. Orð í tíma töluð. Athyglisvert að ofurauðmenn heimsins í dag hafa hallað sér til vinstri í woke hugmyndafræðina. Það er athyglisvert að þessir ofurauðmenn í dag reka flestir fyrirtæki sem eru utan við og ofan við ríkisstjórnir vegna þess að þau eru svokölluð fjölþjóðafyrirtæki og borga enga skatta neinsstaðar, en abbast upp á skattgreiðendur heimsins með stöðugum kröfum um aðgerðir sem þeim koma raunar ekkert við.
Þegar ofurauðmennirnir fundu leið til að græða á loftslagsbullinu þá gerðust þeir hörðustu stuðningsmenn öfgahyggju græningjanna.
Jón Magnússon, 18.1.2024 kl. 18:03
Frábær pistill.
Tek undir með Jóni.
Sigurður Kristján Hjaltested, 18.1.2024 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.